Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20872
Tilgangur þessarar rannsóknar var að greina kjósendur róttækra hægriflokka á Norðurlöndunum og íslensk skoðanasystkini þeirra út frá viðhorfum þeirra til innflytjenda og tilhneigingu til hægri valdboðshyggju og félagslegrar drottnunargirni. Rannsóknin var unnin upp úr gögnum úr sjöttu umferð European Social Survey og náði til danskra, finnskra, íslenskra, norskra og sænskra þátttakenda. Út frá heimildum um róttæka hægriflokka á Norðulöndunum, þróun umræðunnar um innflytjendur á Íslandi og fyrri rannsóknum á hægri valdboðshyggju og félagslegri drottnunargirni voru settar fram þrjár tilgátur sem allar voru studdar að hluta til.
Öfugt við það sem gert var ráð fyrir reyndist hægri valdboðshyggja ekki einkennandi fyrir kjósendur róttækra hægriflokka. Tilhneiging fólks til persónuleikaeinkennisins jók jafnframt ekki líkurnar á að það kysi slíkan flokk. Róttækir hægrikjósendur höfðu hinsvegar sterkari tilhneigingu til félagslegrar drottnunargirni en kjósendur vinstriflokka á Norðurlöndunum og neikvæðari viðhorf til innflytjenda en kjósendur allra annarra flokka. Líkurnar á að fólk kysi róttækan hægriflokk jukust jafnframt talsvert eftir því sem tilhneiging þeirra til félagslegrar drottnunargirni var sterkari og viðhorf þeirra til innflytjenda neikvæðari, þótt þær hafi verið missterkar milli landa
Þrátt fyrir að róttækur hægriflokkur hafi ekki skotið rótum á Íslandi voru kjósendur íslenskra stjórnmálaflokka greindir á sama hátt, enda hefur andúð á innflytjendum orðið sífellt fyrirferðarmeiri í þjóðfélagsumræðunni undanfarin ár. Kjósendur Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins reyndust hafa marktækt sterkari tilhneigingu til hægri valdboðhyggju en kjósendur Vinsti grænna. Enginn mælanlegur munur var á milli kjósenda íslensku flokkanna hvað varðar tilhneigingu til félagslegar drottnunargirni, en kjósendur Sjálfstæðisflokksins reyndust hafa neikvæðari viðhorf í garð innflytjenda en kjósendur Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Viðhorf kjósenda Framsóknarflokksins til innflytjenda reyndust hinsvegar ekki eins neikvæð og gert hafði verið ráð fyrir.
The purpose of this research was to analyze radical right voters in the Nordic countries, i.e. voters of the Danish People’s Party, the True Finns, the Progress Party and the Sweden Democrats, based on their attitudes towards immigrants and their tendency to right-wing authoritarianism (RWA) and social dominance orientation (SDO). I analyzed data from the sixth round of the European Social Survey which was conducted in 2012 and included several sound indicators for RWA, SDO and anti-immigration attitudes. Three hypotheses were tested, based on the characteristics of the Nordic radical right parties, the development of the immigration debate and the rise of anti-Muslim hatred in Iceland along with theories and older research of RWA and SDO. They were all partially supported.
In contradiction with what was expected, radical right voters in Denmark, Finland, Norway and Sweden did not have a stronger tendency to RWA than other voters in these countries, nor did the personality variable increase the likelihood of voting for the abovementioned parties. They were however more prone to SDO than left-wing voters and held the most negative attitudes towards immigrants of all Nordic voters. The likelihood of voting for the radical right also increased considerably when people had a higher tendency to SDO and stronger anti-immigration attitudes, especially in Denmark and Sweden whereas the effects were slightly weaker in Finland and Norway.
Icelandic voters were analyzed in the same way in spite of the absence of a radical right party in Iceland as anti-immigration attitudes and Islamophobia have become increasingly visible in the country, even among certain actors on the political stage. Voters of the Independence Party and the Progressive Party had a stronger tendency to RWA than the voters of the Left-Green Movement. No significant difference was found between Icelandic voters on the SDO scale, but the voters of the Independence Party held more negative attitudes towards immigrants than the voters of the Left-Green Movement and the Social Democratic Alliance. The Progressive Party’s supporters did however prove less ‘anti-immigrant’ than expected.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Magnhildur Gudmundsdottir_BA ritgerd.pdf | 708.15 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |