is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20883

Titill: 
  • Sjálfsvíg aldraðra. Að vera einskis virði og öðrum byrði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar eru sjálfsvíg aldraðra. Reynt er að varpa ljósi á hvers vegna eldra fólk grípur til þeirra örþrifaráða að taka líf sitt komið á síðasta skeið ævi sinnar. Kannaðir eru helstu áhættuþættir í sjálfsvígum aldraðra og fjallað um helstu viðbrögð þeirra sem næstir standa þegar sjálfsvíg verður. Komið er inn á hvaða leiðir og úrræði samfélagið hefur upp á að bjóða sem gætu komið í veg fyrir þennan dauðdaga. Einnig verður kannað hvaða úrræði kirkjan og samfélag hennar hafa upp á að bjóða. Í ritgerðinni er farið í grófum dráttum yfir afstöðu kirkjunnar til sjálfsvíga allt til dagsins í dag en sú afstaða hefur skipt miklu máli og orsakað höfnun, skömm og sektarkennd hjá mörgum þegar þörfin er mest fyrir skilning og stuðning. Þessi afstaða er enn til staðar þó margt hafi breyst til batnaðar á síðustu árum.
    Tilgangur ritgerðarinnar er að vekja athygli á sjálfsvígum aldraðra sem er í senn bæði viðkvæmur og dulinn málaflokkur. Sjálfsvíg hefur áhrif á marga, þau eru ekki einkamál þess sem kaus sjálfvalinn dauða heldur eru áhrifin á fjölskyldur, vini og samfélög margþætt og margvísleg. Hringurinn utan um hvern þann sem fellur fyrir eigin hendi getur verið ansi stór, margir verða því fyrir áhrifum og málefnið snerti samfélagið allt. Það eru margir sem lifa með sektarkennd og skömm sem eru erfiðar tilfinningar og vega ansi þungt í töskunni sem ferðast er með í gegnum lífið. Þess vegna er þörf á vandaðri og upplýsandi umræðu um sjálfsvíg þar með talin sjálfsvíg aldraðra. Opin vönduð umræða, fræðsla og aukin þekking á málefninu er líkleg til að draga úr tíðni sjálfsvíga meðal aldraðra og einnig bæta líðan eftirlifenda.

Samþykkt: 
  • 4.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20883


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sjálfsvíg aldraðra, Að vera einskis virði og öðrum byrði.pdf637.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna