is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20884

Titill: 
  • Gjafir til safna: Erró og áskoranir Listasafns Reykjavíkur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um áskoranir almenningssafna sem þiggja gjafir. Einblínt verður á hlutverk safna með tilliti til gjafa og gerninga og þær áskoranir sem slíkar gjafir til safna bjóða þeim upp á. Fjallað verður um hugtakið gjöf þar sem skoðaðar verða kenningar Marcel Mauss (1970) og hvernig þær tengjast safngjöfum bæði nú og fyrr. Skoðað verður hvað það er sem söfn fara eftir þegar gjafir eru þegnar sem og hvaða reglur og reglugerðir gilda. Ásamt því verður farið í hlutverk safna með tilliti til samfélagslegra ábyrgða þeirra og einblínt á hugtök á borð við sameiginlegt minni og þjóðardýrlingar en hið síðarnefnda skrifaði Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur um í bók sinni, Ódáinsakur (2013). Farið verður ítarlega í ákveðna safngjöf sem listamaðurinn Erró gaf Reykjavíkurborg árið 1989. Gjöfin, sem var stór og umdeild, mun m.a. varpa ljósi á þær áskoranir sem söfn standa frammi fyrir með tilliti til slíkra gjörninga. Að lokum verður rætt um hverjir það eru sem stjórna söfnum með hliðsjón af umfjöllun kaflanna á undan. Þeir sem eru við stjórnvölinn hafa áhrif á starfsemi safna og litið verður til þeirra afleiðinga sem slík áhrif geta haft á safnastarfið.

Samþykkt: 
  • 4.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20884


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Safngjafir-Eydís.pdf7.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna