is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20886

Titill: 
 • Samspil hlutafélagavæðingar ríkisrekstrar og einkavæðingar. Hvað hefur breyst með tilkomu opinberra hlutafélaga?
 • Titill er á ensku Corporatization and Privatization of Governmental Institutions in Iceland. The Emergence of State Owned Enterprises
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er fjallað um hlutafélagavæðingu ríkisrekstrar og hver tengslin eru við einkavæðingu. Annars vegar er fjallað um tímabilið frá árinu 1992 til ársins 2007 þegar hlutafélagavæðing hins opinbera og einkavæðing voru nokkuð nátengd fyrirbæri. Af 37 fyrirtækjum sem ríkissjóður einkavæddi á þeim árum var hlutafélagavæðing undanfari ferilsins hjá 31 félagi. Árið 2006 voru hins vegar sett ákvæði um opinber hlutafélög í hlutafélagalög og frá þeim tíma hefur ekkert opinbert hlutafélag verið einkavætt. Í rannsókninni eru þessi tímabil skoðuð og ástæður þessara breytinga kannaðar.
  Ritgerðin byggir að mestu leyti á fyrirliggjandi gögnum en jafnframt voru tekin hálf-stöðluð eigindleg elítuviðtöl við fjóra aðila. Þá var unnið út frá kenningu um nýskipan í ríkisrekstri og umboðskenningum.
  Niðurstöður ritgerðarinnar leiddu í ljós að ástæður þess að opinber hlutafélög hafa hingað til ekki verið einkavædd eru meðal annars aðstæður í samfélaginu og fyrri einkavæðingar. Eftir árið 2006 hafa ríkjandi stjórnvöld ekki sýnt málinu mikinn áhuga sem meðal annars endurspeglast í þeim stjórnarsáttmálum sem liggja til grundvallar. Markmiðið með opinberum hlutafélögum var að auka sveigjanleika og þau geta verið heppilegt rekstrarfyrirkomulag ef rétt er staðið að málum.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis looks at the corporatization of governmental institutions in Iceland and its association with privatization. The first period covered is 1992-2007 during which time corporatization and privatization within the public sector were closely linked. During that time 31, out of 37 partially or fully state owned entities, were privatized following corporatization.
  A legislation on state owned enterprises entered into force in 2006. Subsequently, no state owned enterprises have been privatized. The thesis also covers this period of time and the possible reasons for this change pondered.
  Applied research methods were qualitative, including secondary data analysis and four semi-structured elite interviews. Theories of new public management and principal-agent were used as points of reference.
  Results indicate that the reasons for the discontinuation of privatization of state owned enterprises may be societal changes in Iceland, as well as its past history of privatization.
  The issue of privatization has not been a priority of ruling governments after 2006. This is evidenced by the lack of emphasis of this issue in their coalition agreements.
  The aim of establishing state owned enterprises in Iceland was to increase public sector flexibility and this method of operation can certainly be advantageous if done properly.

Samþykkt: 
 • 4.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20886


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPA-Sigrún María Einarsdóttir.pdf835.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna