Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/20888
Volcanic eruptions and other natural disasters have a great impact on a large number of people throughout the world every year. Being exposed to a volcanic eruption can entail physical consequences, such as mortality, injuries or communicable diseases, and psychological consequences, such as post-traumatic stress disorder (PTSD) or depression. The aim of this study was to examine the mental health effects of the 2010 Eyjafjallajökull volcanic eruption in Iceland on nearby residents, six to nine months after the eruption ended. A further aim was to examine whether potential mental health effects differentiated by level of exposure and having experienced the volcanic eruption directly. This cross sectional study included 1,615 residents living in an area close to the Eyjafjallajökull volcano at the time of the eruption and a sample of 697 residents from a non-exposed area in North Iceland. In fall of 2010, six to nine months after the eruption ended, all consenting participants received a questionnaire, containing questions on physical and mental well-being (General Health Questionnaire - 12-item version (GHQ-12), Perceived stress scale (PSS-4) and Primary care PTSD (PC-PTSD)). Additional questions regarding experience of the volcanic eruption were also included for the exposed group. Questionnaires were received from 1,146 participants in the exposed group (71%) and 510 participants in the non-exposed group (73%). Results showed that participants living in the high-exposed area were at increased risk of experiencing mental distress (GHQ-12 score ≥3) 6-9 months following the eruption (OR 1.39%; 95% CI 1.06 to 1.83), compared to the non-exposed group. High-exposed participants were furthermore at increased risk of experiencing symptoms of post-traumatic stress disorder (PTSD), compared to those living in the low-exposed area (OR 3.74; 95% CI 1.16 to 12.11). Lastly, for the exposed group, the following predictors for symptoms of mental distress, PTSD symptoms and perceived stress were identified: own property damaged (mental distress: OR 2.70; 95% CI 2.02 to 3.60, PTSD symptoms: OR 5.21; 95% CI 2.98 to 9.11 and perceived stress: OR 1.37; 95% CI 1.02 to 1.85), having felt insecure during the eruption (mental distress: OR 3.56; 95% CI 2.40 to 5.26, PTSD symptoms: OR 11.35; 95% CI 6.67 to 19.31 and perceived stress symptoms: OR 2.33; 95% CI 1.55 to 3.49), having had to use protective equipment outside during the eruption (mental distress: OR 1.53; 95% CI 1.11 to 2.11 and PTSD symptoms: OR 2.39; 95% CI 1.23 to 4.62), having had to stay outdoors in ash fall due to work or other duties (mental distress: OR 1.59; 95% CI 1.17 to 2.15, PTSD symptoms: OR 4.77; 95% CI 2.39 to 9.52 and perceived stress symptoms: OR 1.54; 95% CI 1.12 to 2.12), and having had a view of the volcanic eruption from their home (mental distress: OR 3.08; 95% CI 1.89 to 5.04, PTSD symptoms: OR 14.22; 95% CI 1.96 to 103.27 and perceived stress symptoms: OR 1.78; 95% CI 1.13 to 2.80). These findings of increased psychological morbidity following the volcanic eruption claims that future studies and interventions should aim at further identifying vulnerable groups following volcanic eruptions.
Eldgos og aðrar náttúruhamfarir hafa áhrif á fjölda fólks um heim allan á ári hverju. Eldgos geta haft í för með sér alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar, bæði líkamlegar og sálrænar. Líkamlegar afleiðingar geta meðal annars verið dauði, slys eða smitsjúkdómar og sálrænar afleiðingar geta meðal annars verið áfallastreituröskun (ÁSR) eða þunglyndi. Markmið rannsóknar okkar var að kanna sálræna líðan einstaklinga sem bjuggu á nálægu svæði við eldgosið í Eyjafjallajökli, sex til níu mánuðum eftir goslok. Ennfremur, að kanna hvort munur væri á andlegri líðan út frá búsetu þátttakenda og eftir því hvort þeir upplifðu eldgosið með beinum hætti. Í þessari þversniðsrannsókn tóku þátt 1615 íbúar sem bjuggu á svæði nálægt eldgosinu á þeim tíma sem eldgosið átti sér stað (eldgosahópur) og úrtak 697 íbúa úr Skagafirði sem sem ekki urðu fyrir áhrifum eldgossins (samanburðarhópur). Haustið 2010 fengu allir þátttakendur senda spurningarlista með spurningum um líkamlega og andlega líðan (General Health Questionnaire - 12-item version (GHQ-12), Perceived stress scale (PSS-4) og Primary care PTSD (PC-PTSD)). Þar fyrir utan fékk eldgosahópurinn spurningar tengdar reynslu af eldgosinu. 1146 þátttakendur í eldgosahópnum (71%) og 510 þátttakendur í samanburðarhópnum (73%) svöruðu spurningarlistanum. Niðurstöður sýndu að hluti eldgosahópsins sem bjó næst eldstöðvunum var hættara við að upplifa andlega vanlíðan sex til níu mánuðum eftir goslok (OR 1.39%; 95% CI 1.06 til 1.83), samanborið við samanburðarhópinn. Þátttakendur sem bjuggu næst eldstöðvunum var ennfremur hættara við að finna fyrir einkennum ÁSR samanborið við þátttakendur sem bjuggu fjær (OR 3.74; 95% CI 1.16 til 12.11). Fyrir eldgosahópinn í heild sinni, sýndu niðurstöður að þeir sem urðu fyrir beinum áhrifum eldgossins, þ.e. þeir sem urðu fyrir skemmdum á eignum (andleg vanlíðan: OR 2.70; 95% CI 2.02 til 3.60, einkenni ÁSR: OR 5.21; 95% CI 2.98 til 9.11 og streita: OR 1.37; 95% CI 1.02 til 1.85), fundu fyrir óöryggi á meðan á eldgosinu stóð (andleg vanlíðan: OR 3.56; 95% CI 2.40 til 5.26, einkenni ÁSR: OR 11.35; 95% CI 6.67 til 19.31 og streita: OR 2.33; 95% CI 1.55 til 3.49), þurftu að nota hlífðarbúnað úti á meðan eldgosinu stóð (andleg vanlíðan: OR 1.53; 95% CI 1.11 til 2.11 og einkenni ÁSR: OR 2.39; 95% CI 1.23 til 4.62), þurftu að vera utandyra í öskufalli vegna vinnu eða annars skyldustarfa (andleg vanlíðan: OR 1.59; 95% CI 1.17 til 2.15, einkenni ÁSR: OR 4.77; 95% CI 2.39 til 9.52 og streita: OR 1.54; 95% CI 1.12 to 2.12), eða sáu eldgosið frá heimili sínu (andleg vanlíðan: OR 3.08; 95% CI 1.89 til 5.04, einkenni ÁSR: OR 14.22; 95% CI 1.96 til 103.27, streita: OR 1.78; 95% CI 1.13 til 2.80), voru líklegri til að upplifa andlega vanlíðan, einkenni ÁSR og streitu, samanborið við aðra í útsetta hópnum. Niðurstöður sýna að afmarkaður hópur getur átt hættu á andlegri vanlíðan, einkennum ÁSR og streitu eftir upplifun af eldgosi í nálægð. Frekari rannsóknir þurfa að beinast að þeim hópi með áherslu á að greina hópa sem geta verið í aukinni áhættu, með tilliti til stuðnings og eftirfylgni.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskil 21.mars.pdf | 2.19 MB | Open | Heildartexti | View/Open |