is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20889

Titill: 
 • Meðferðarheldni í ljósi samskipta sjúklinga og fagfólks
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni eru sjúklingar með langvinna sjúkdóma í brennidepli og meðferðarheldni þeirra. Höfuðáherslan er lögð á að gera grein fyrir líkönum um samskipti sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna og að meta tengsl samskiptalíkana og meðferðarheldni. Rannsóknarspurningin er þessi: Má telja líklegt að traust og skilningsrík samskipti sjúklinga/einstaklinga og heilbrigðisstarfsmanna/fagfólks geti leitt til bættrar meðferðarheldni? Færð eru rök fyrir því að umræðan um meðferðarheldni hafi einblínt um of á tæknileg atriði á kostnað slíkra siðferðilegra þátta. Því er einnig haldið fram að of mikið hafi verið horft á þátt hins einstaka sjúklings í stað þess að skoða eðli samskiptanna.
  Hugtakið meðferðarheldni fjallar um það hve vel eða illa einstaklingar fara eftir þeim ráðleggingum sem þeim eru gefnar af heilbrigðisstarfsmönnum. Samskiptin geta meðal annars leitt til togstreitu, efasemda og ótta. Samskiptin geta verið ópersónuleg og án raunverulegs sambands aðilanna. Þau geta líka verið gefandi og farið fram í anda gagnkvæmrar virðingar, trúnaðar og trausts. Það getur reynt á aðilana en mikið telst undir því komið að samskiptin gangi vel fyrir sig.
  Fjölmargir sjúklingar glíma við langvinna sjúkdóma sem krefjast þess að stöðugt sé fylgst með þeim og heilsufari sinnt. Oftar en ekki búa sjúklingarnir/einstaklingarnir í heimahúsum og sinna daglegum störfum, vinnu og námi án mikillar truflunar af sjúkdómum. Einnig dveljast margir á hjúkrunarheimilum. Fyrst og fremst eru þeir sjúklingar/einstaklingar hafðir í huga sem sinna sjúkdómum sínum utan sjúkrastofnana.
  Í ritgerðinni er fjallað um skilgreiningar á meðferðarheldni og að hve miklu marki telja megi að þær endurspegli raunverulegan framgang meðferðar hjá sjúklingum. Könnuð eru ýmis samskiptalíkön sem fjallað hefur verið um í fræðiritum. Leitað verður í smiðju fræðimanna sem fjallað hafa um málefni samskipta sjúklinga og fagfólks með það fyrir augum að finna það samskiptalíkan sem höfundur telur æskilegast til að bæta meðferðarheldni. Einnig verða ræddar rannsóknir sem gerðar hafa verið um meðferðarheldni og hvað það er sem veldur sjúklingum áhyggjum eða vandamálum við lyfjatöku. Að lokum verður rannsóknarspurningin mátuð við þær niðurstöður og röksemdir sem fram hafa komið.

 • Útdráttur er á ensku

  The focus of this thesis is on patients with long term diseases and their adherence to medical treatment. The main emphasis is on explaining some models of patient professional relationship and exploring possible connections between the models and adherence to medical treatment. The research question is as follows: Is it likely that increased co-operation and authentic conversation between individuals/patients and health care professionals would lead to better adherence to treatment? It is argued that the discussion about adherence has been dominated by technical matter at the cost of such ethical considerations. It is also argued that too much attention has been paid to the individual patient instead of looking at the nature of the patient professional relationship.
  The term adherence to treatment focuses on how well or badly individuals follow the advice given to them by health care professionals. The interaction of the parties can be the source of internal tension, doubts and fear. The interaction can be impersonal and without any real connection. The interaction can also be fruitful and carried out in an atmosphere of mutual respect, confidence and trust. This can be a test for both parties and it is considered important that the conversation is carried out in a good manner.
  Many patients carry the burden of long term diseases that demand a constant follow-up of their diseases and their well-being. The individuals/patients often live at their homes and manage their daily activities, work and attend school without much disturbance from the diseases. Some may also stay at nursing homes. In the thesis the focus is first and foremost on patients that manage their diseases outside hospitals and institutions.
  The thesis deals with definitions of adherence and to what extent they can be said to reflect truly the process of the treatment. The main models of the patient-professional relationship that have been described in the scientific literature are introduced. The purpose is to find a model of relationship that the author of this thesis considers the most appropriate for improving adherence to treatment. An evaluation on research on adherence is also carried out to pinpoint the worries and issues that the patients might have regarding taking medicines. Finally the question of the research will be answered in light of the main arguments and findings of the thesis.

Samþykkt: 
 • 4.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20889


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð.Olafur.Olafsson.010451-4349.pdf891.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna