is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20890

Titill: 
  • Tíu mínútur í tvö og Þrjár dagleiðir. Ljóð og þýðing
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þetta MA-verkefni er tvískipt. Fyrri hluti þess er ljóðabók sem heitir Tíu mínútur í tvö og inniheldur 28 ljóð. Ljóðin skiptast í fjóra flokka: Heimurinn og ég, Krossfesting og blóð, Innri rödd og Þú og ég. Viðfangsefni ljóðanna eru margvísleg, t.d. hvað það er gaman að hlusta á umhverfi sitt, hvað það er óþægilegt að vera hvít á litinn í grænum skógi, hvað það er þreytandi að vera alltaf að samgleðjast fólki sem á von á barni, hvað það er undarlegt að fá reglulega marbletti á ristina, hvað það getur verið glatað að nota derhúfur, hvað það er erfitt að dreyma álagsdrauma og umfram allt hvað það er hryllilegt að missa ástvin.
    Seinni hlutinn er þýðing úr ensku yfir á íslensku á fyrstu fjórum köflunum í bókinni Three Day Road eftir Kanadamanninn Joseph Boyden. Þrjár dagleiðir, eins og hún heitir í minni þýðingu, er verðlaunabók um indjánann Xavier sem er óbreyttur hermaður í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann snýr heim þjakaður á líkama og sál og það fellur í hlut frænku hans, öldruðu lækningakonunnar Nisku, að koma honum til heilsu. Fyrst þurfa þau þó að leggja í þriggja daga ferðalag frá yfirráðasvæði hvíta mannsins að heimkynnum sínum í náttúrunni. Á leiðinni er dulunni varpað af þeim hryllingi sem Xavier hefur upplifað og sögð saga Nisku sem hefur gengið í gegnum sínar eigin hörmungar. Three Day Road er margslungin saga um framandi heim sem býður þýðandanum upp á krefjandi glímu við tón, tíðaranda og stíl.

Samþykkt: 
  • 4.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20890


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ma_steinunnlilja.pdf3.29 MBLokaður til...01.05.2115HeildartextiPDF