is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20892

Titill: 
  • Óskráð lagaáskilnaðarregla um almennar takmarkanir eignarréttar
  • Titill er á ensku On General Restrictions of Property Rights
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Uppruna mannréttindaverndar má rekja til umbrotatíma í vesturhluta Evrópu um miðbik 18. aldar, einkum Frakklands, þar sem almennir borgarar börðust fyrir viðurkenningu frelsisréttinda sem þeir hugðust nota sem vopn gegn kúgun og spillingu við beitingu ríkisvalds. Niðurstaða þessarar baráttu var meðal annars stjórnskipuleg vernd eignarréttinda en í íslenskum rétti nýtur eignarrétturinn verndar samkvæmt 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Í ákvæði 1. mgr. 72. gr. felast skilyrði sem uppfylla þarf til þess að eignarskerðing geti farið fram. Samkvæmt texta ákvæðisins er borgurunum þó einungis veitt stjórnskipuleg vernd gagnvart hinum viðurhlutamestu eignarskerðingum, eignarnámi, en ómælt er um aðrar takmarkanir sem leitt geta af settum lögum og nefndar hafa verið almennar takmarkanir eignarréttar. Markmið ritgerðarinnar snúa að því að rannsaka hinar síðarnefndu eignarskerðingar í íslenskum rétti.
    Í kafla 3 er kannaður réttarheimildarlegur grundvöllur heimildar löggjafans til að takmarka eignarréttindi með almennum hætti. Í því samhengi er í fyrsta lagi litið til afstöðu eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar til slíkra almennra takmarkana. Í öðru lagi er litið til afstöðu íslenskra, danskra og norskra fræðimanna á sviði eigna- og stjórnskipunarréttar til lagagrundvallar heimildarinnar til að takmarka eignarréttindi með almennum hætti. Í þriðja lagi tekur við lögskýring á 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar en af henni er ráðið að heimild löggjafans til að takmarka eignarréttindi með almennum hætti hvílir á almennum valdheimildum löggjafans samkvæmt undirstöðum stjórnskipunarinnar. Þeirri heimild eru á hinn bóginn settar skorður af óskráðri stjórnskipulegri lagaáskilnaðarreglu, sem felur í sér að einungis er heimilt að skerða eignarréttindi með slíkum almennum hætti að til þess standi lagaheimild og skilgreind almenningsþörf. Í kafla 4 er litið til löggjafarsögu á þeim helstu sviðum sem varða eignarráð fasteignareigandans á árabilinu 1845 til gildandi réttar en löggjafinn hefur frá landnámi fundið sig knúinn til að setja reglur um eignarrétt fasteignareigandans. Takmarkanir löggjafans í eignarrétt og umráð manna yfir fasteignum hefur allajafna gætt í meiri mæli en á öðrum sviðum samfélagsins, sem aftur tekur mið af eðli fasteigna og mikilvægi þeirra í mannlegu samfélagi. Af þeirri athugun er glöggt ráðið að almenningsþörf á hverjum tíma er útgangspunktur lagasetningar sem takmarkar eignarréttindi með almennum hætti. Almannahagsmunir stýra því alfarið hvers konar löggjöf lítur dagsins ljós og því hve viðamiklar skorður eignarrétti fasteignareigandans eru settar. Af rannsókninni er einnig ráðið að löggjafinn virðir í hvívetna það vald sem honum er fengið með heimildinni til að takmarka eignarréttinn með almennum hætti. Loks eru niðurstöður kynntar í kafla 5.

Samþykkt: 
  • 4.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20892


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2015 05 02 KS - meistararitgerd_forsida f Skemmu.pdf138.87 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
2015 05 03 Kristín Sólnes - meistararitgerð_lokaskjal.pdf1.17 MBLokaður til...01.01.2050MeginmálPDF