Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20893
Skilningur á hugtakinu öryggi hefur breyst mikið síðan Kalda stríðinu lauk og hefur snúist frá því að einblína á öryggi ríkis og landssvæðis þess. Á meðal nýrra hugtaka um öryggi er samfélagslegt öryggi sem beinir sjónum sínum að mismunandi hliðum samfélagsins sem eru á margan hátt undirstaða lífs íbúa þess. Þar undir falla mikilvægir innviðir samfélagins, svo sem rafmagnsinnviðir. Þessi ritgerð nýtir sér mikilvægi innviða og hugtakið um samfélagslegt öryggi til að skoða öryggismeðvitund þeirra sem vinna innan rafmagnsinnviða á Íslandi og stærra samhengi rafmagns innan samfélagsins.
Við gerð þessarar ritgerðar var mikið stuðst við útgefið efni og viðtöl til að bera kennsl á þá öryggisþætti sem flutningsfyrirtækið og dreifiveitur kljást við. Það kom í ljós að fyrirferðamestu öryggisþættirnir eru þættir sem taka á innri þáttum fyrirtækjanna. Einbeiting inn á við er að miklu leyti komin til vegna lagalegra krafna um öryggi. Stærsta ógn rafmagnskerfisins á Íslandi reyndist þó vera öldrun flutningskerfisins og mótlæti við tillögur um styrkingu kerfisins.
Niðurstöður þessarar ritgerðar eru þær að þó styrking og endurnýjun kerfisins sé mikilvæg er áríðandi að leysa stærri vanda. Öryggisþarfir Íslands liggja alfarið í þeirri miklu þörf fyrir stefnu í orkumálum sem tekur mið af þeim fjölmörgu öryggisþáttum samfélagsins sem eru samtengdir.
Since the Cold War ended, understanding of the concept of security has expanded and moved away from the traditional territorial, state-centric view. One of the newer concepts within security is ‘societal security’ which focuses on the aspects of society vital for its inhabitants’ survival. This includes critical infrastructures such as the electricity infrastructure. This thesis utilizes the idea of critical infrastructure and societal security to examine the security awareness of actors within the electricity infrastructure in Iceland and the larger societal impact of electricity security.
In order to identify security issues faced by the transmission company and distributors in Iceland, this study draws heavily upon published material and targeted interviews. These reveal a focus on internal security issues, largely dictated by legal prescriptions concerning the operators’ roles and the conditions for their continued operation. The largest security threat to Icelandic society is identified as the ageing of the transmission system and the obstacles in the way of proposed construction to further strengthen the system.
This thesis concludes that while strengthening and securing the physical infrastructures is vital, a broader and more proactive approach needs to be taken at the political level. Iceland’s true security needs lie in the acute need for a comprehensive energy strategy that incorporates all the various aspects of societal security affected by electricity supply.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
PollyH_Electricity_Security.pdf | 870.84 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |