is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20894

Titill: 
 • Vanmetnar fjölskyldur: Mat á hæfni seinfærra foreldra
 • Titill er á ensku Underestimated families: Parenting assessment and parents with intellectual disabilites
Námsstig: 
 • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð fjallar um aðstæður seinfærra foreldra í barnaverndarkerfinu og er hluti af stærra rannsóknarverkefni „Fjölskyldulíf og fötlun“ undir verkstjórn Hönnu Bjargar Sigurjónsdóttur og James Rice. Ritgerðin beinist að því hvernig hæfni seinfærra foreldra er metin, í hvaða tilgangi svokallað foreldrahæfnimat er notað og hvaða þýðingu slíkt mat hefur fyrir aðstæður seinfærra foreldra og barna þeirra. Um er að ræða eigindlega rannsókn sem var unnin á árunum 2012-2015 og fólst í viðtölum við 11 þátttakendur, þrjá fagmenn félagslega kerfisins, þrjá sálfræðinga og fjóra seinfæra foreldra auk eins aðstandanda.
  Niðurstöður sýna að barnavernd fer í ákveðnum tilvikum fram á formlegt mat á hæfni foreldra til að kanna stuðningsþörf þeirra eða skera úr um hæfni þeirra eða vanhæfni til að fara með uppeldi barns. Foreldrahæfnimöt eru framkvæmd af sálfræðingum og útfærsla þeirra getur verið mismunandi vegna þess að ekki er notað staðlað mat á hæfni foreldra hér á landi. Oftast samanstendur slíkt mat þó af viðtölum og stöðluðum prófum en ítarlegri möt innihalda auk þess skoðun á aðstæðum og frekari gagnaöflun. Þegar foreldrar eru seinfærir, er ávallt notað greindarpróf til viðbótar við önnur matstæki. Mat á hæfni foreldra er kostnaðarsamt í framkvæmd og þess vegna ekki alltaf í boði til að meta stuðningsþörf foreldra í þeim tilgangi að bæta aðstæður barna og veita góða og viðeigandi uppeldisaðstoð.
  Upplifun og reynsla foreldra af því að hafa undirgengist foreldrahæfnimat var afar ólík og valt meðal annars á því hvernig matið var kynnt fyrir þeim, hvort þeir upplifðu það sem niðurlægjandi eða ógnandi og hvernig niðurstöður þess voru notaðar. Foreldrunum þótti þeir oft vera vanmetnir af félagslega kerfinu og fannst þeir endurtekið þurfa að sanna sig fyrir fagfólki. 

 • Útdráttur er á ensku

  This dissertation focuses on the situation of parents with intellectual disabilities in the Icelandic child protection system and is part of a larger research project called „Fjölskyldulíf og fötlun“ (Family life and disability) in charge of Hanna Björg Sigurjónsdóttir and James Rice. This thesis examines the assessment of parenting capacity, its purpose for child protection and how formal assessment can affect the lives of parents with intellectual disabilities and their children. Qualitative research was conducted during 2012-2015 based on interviews with 11 participants of whom three were social system professionals, three were psychologists and four were parents, one accompanied by a close relative.
  Findings suggest that child protection sometimes requires parenting capacity assessments to observe parents’ needs for support or to make decisions about their ability or inability to raise a child. Parenting assessments are conducted by psychologists and can vary in a number of ways because formal parenting assessment is not standardized in Iceland. Most assessments, however, contain interviews and standardized psychological testing while more elaborate ones include observations and further gathering of information. Additionally, assessment of parents with intellectual disabilities always contains an IQ test. Parenting capacity assessment is expensive and therefore not always an option for the purpose of improving a child’s conditions and providing adequate, good-quality support.
  Parents’ experiences of undergoing formal capacity assessment was differing quite a bit, depending on how the assessment process was introduced to them, whether they found it to be humiliating or intimidating to be assessed and how assessment findings were used. Parents often felt underestimated in the social system context and pressured to proof themselves repeatedly.

Samþykkt: 
 • 4.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20894


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vanmetnar fjölskyldur_Mat á hæfni seinfærra foreldra.pdf795.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna