is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20896

Titill: 
 • Einkaréttarlegir samningar opinberra aðila. Samningar um úthlutun takmarkaðra gæða
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ritgerð þessari verða skoðaðar þær meginreglur stjórnsýsluréttar, skráðar og óskráðar, sem haft geta áhrif á samninga þar sem opinber aðili er annar samningsaðilinn. Hér er um mikið efni að ræða og því eru efnistök ritgerðarinnar afmörkuð þannig að hún geti gagnast mótaðilum, aðallega fyrirtækjum og lögaðilum, opinberra aðila við samningsgerð og framkvæmd samninga þeirra á milli. Sérstaklega verður sjónum beint að samningum er varða takmörkuð gæði.
  Opinberir aðilar hafa oft á tíðum umráð yfir takmörkuðum gæðum og fara með ráðstöfunarrétt þeirra. Umrædd gæði eru mjög margbreytileg og hvað telst til gæða getur tekið breytingum frá einum tíma til annars.
  Í ritgerðinni verður litið svo á að takmörkuð gæði séu allar eignir, réttindi og önnur verðmæti sem eru til í takmörkuðu magni og getur verið eftirsóknarvert að eiga hlutdeild í og er í umsjá opinbers aðila.
  Í 2. og 3. kafla er fjallað um hvaða aðilar teljist opinberir og samninga sem þeir aðilar gera.
  Innkaup opinberra aðila er einn stærsti þáttur úthlutunar takmarkaðra gæða þeirra. Í 4. kafla er farið yfir þær reglur sem gilda um innkaupin og stuttlega fjallað um sögulega þróun þeirra. Einnig eru staðlaðir samningsskilmálar skoðaðir en notkun þeirra er nokkuð algeng við samningsgerð opinberra aðila.
  Meginefni ritgerðarinnar snýr að þeim skráðu og óskráðu meginreglum sem haft geta áhrif á samninga opinberra aðila. Í 5. kafla er farið yfir þær fjárveitingareglur sem komið geta til skoðunar. Í 6. kafla er fjallað um meginreglur stjórnsýsluréttarins með tilliti til samninganna. Í 7. kafla er almenn umfjöllun um túlkunarreglur samningaréttar og hvernig þær geta haft áhrif á samninga opinberra aðila.
  Í 8. kafla er umfjöllun um aðgang að samningum á grundvelli upplýsingalaga. Sá kafli er all ýtarlegur enda verður að telja að mótaðila hins opinbera aðila verði að vera ljóst hvernig aðgangsreglum er háttað enda getur það varðað mikla hagsmuni hans. Þá getur það komið sér vel fyrir þann aðila sem ekki hlaut samninginn að vita rétt sinn til aðgangs.
  Í 9. kafla er stutt umfjöllun um samninga þar sem opinberi aðilinn er seljandi hinna takmörkuðu gæða.
  Að lokum eru svo niðurstöður ritgerðarinnar teknar saman í 10. kafla.

Athugasemdir: 
 • Titill á kápu: Einkaréttarlegir samningar opinberra aðila. Samningar um takmörkuð gæði
Samþykkt: 
 • 4.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20896


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal Ásmundur Jónsson.pdf774.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna