is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20901

Titill: 
  • Upplýsingaskylda lánveitanda gagnvart ábyrgðarmönnum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Við lánveitingar hér á landi hefur tíðkast að krefjast ábyrgðarmanna til tryggingar endurgreiðslu lána. Þannig hafa mörg fjármálafyrirtæki gert áskilnað um veð eða persónulega ábyrgð þriðja manns til tryggingar fyrir efndum kröfu til að takmarka áhættu sína í lánaviðskiptum. Lengst af höfðu íslensk lög ekki að geyma almennar reglur um ábyrgðarmenn fjárskuldbindinga eða hvernig yrði staðið að slíkri samningsgerð. Í samkomulagi um notkun sjálfskuldarábyrgða frá 1998 voru settar meginreglur til verndar ábyrgðarmönnum, þar sem m.a. var að finna ákvæði um upplýsingagjöf til ábyrgðarmanna. Það var síðan með lögum um ábyrgðarmenn nr. 32/2009 að heildarlöggjöf um ábyrgðarmenn og réttarstöðu þeirra var í fyrsta sinn sett hér á landi.
    Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða hvað felst í þeirri upplýsingaskyldu sem hvílir á lánveitendum gagnvart ábyrgðarmönnum og réttaráhrif vanrækslu lánveitanda á umræddri upplýsingaskyldu þegar gerður er samningur um ábyrgð. Hér á eftir verður þess freistað að greina heildarstefnu íslenskra dómstóla og úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í málum þar sem reynir á upplýsingaskyldu lánveitanda gagnvart ábyrgðarmönnum. Í því skyni var dómaframkvæmd íslenskra dómstóla og um 290 úrskurðir úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki sem féllu á árunum 2001-2014 kannaðir, þar sem reyndi á gildi ábyrgða. Verður hér á eftir fjallað um þessa dóma og úrskurði og reynt að greina heildarstefnu um það efni sem fjallað er um í ritgerðinni.
    Nánar verður viðfangsefnið afmarkað þannig að fyrst verður gerð grein fyrir mismunandi tegundum tryggingarráðstafana. Því næst verður fjallað um ábyrgðarmenn og í stuttu máli rakin þróun reglna um ábyrgðarmenn til frekari glöggvunar á réttarstöðu þeirra. Síðan verður 36. gr. laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936 (hér eftir nefnd sml.) sett í samhengi við meginreglur íslensks samningaréttar og skoðað hvernig reglunni hefur verið beitt við úrlausn á því hvort lánveitandi hafi sinnt upplýsingaskyldunni gagnvart ábyrgðarmanni. Þá verður upplýsingaskyldu lánveitenda gagnvart ábyrgðarmönnum gerð ítarleg skil, þar sem farið verður yfir þróun reglna sem kveða á um upplýsingagjöf lánveitenda til ábyrgðarmanna og skoðað hvað í þeim fólst. Jafnframt verður fjallað um atriði sem ráða má af dómaframkvæmd og úrlausnum úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki að áhrif geti haft við mat á því hvort upplýsingaskyldunni hafi verið fullnægt. Að lokum verður fjallað um upplýsingaskyldu lánveitenda í lögum um neytendalán nr. 33/2013 (hér eftir nefnd nll.) og 10. gr. nll. þar sem kveðið er á um skyldu lánveitenda til að framkvæma lánshæfis- eða greiðslumat.

Samþykkt: 
  • 4.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20901


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kápa-final .pdf161.92 kBOpinnKápaPDFSkoða/Opna
Heildartexti.pdf1.13 MBLokaður til...01.05.2030MeginmálPDF