is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20911

Titill: 
  • „Ef það skiptir máli fyrir mannkynið, skiptir það máli fyrir kirkjuna.“ Rannsókn á guðsmynd átta íslenskra samtímalistamanna
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni velta átta íslenskir samtímalistamenn fyrir sér spurningum um tilvist, trú, list, tilgang, táknheim kirkjunnar, listaverk í kirkjum, guðsmynd, bæn og hvað það er sem knýr þá til listsköpunar. Rannsóknin byggir á eigindlegum rannsóknaraðferðum sem leggur áherslu á persónulega reynslu, upplifun og viðhorf þátttakenda rannsókna. Kjarni ritgerðarinnar eru viðtöl við listamennina. Meginhugmynd með ritgerðinni er að komast að því hver guðmynd þeirra er og hvort hún birtist í verkum þeirra leynt eða ljóst. Áhugavert er að komast að því á hvaða forsendum listamennirnir geta hugsað sér að skapa verk fyrir þjóðkirkjuna. Von og skylda eru lykilþemu úr niðurstöðum rannsóknargagna. Viðmælendurnir eru fjórir karlar og fjórar konur sem koma úr mismunandi listgreinum. Viðtökufræðikenningin sem Hans Robert Jauss setti fram er skoðuð í samhengi við efni ritgerðarinnar. Rannsóknarspurningarnar eru eftirfarandi: Hver er guðsmynd íslenskra samtímalistamanna? Birtist guðsmyndin í verkum þeirra leynt eða ljóst?
    Lykilorð: List, trú, áhrifavaldar, tilvist, tilgangur, þjóðkirkjan, guðsmynd, bæn, frelsi, upplifun, reynsla, hugrekki, skylda, von og forsendur.

Samþykkt: 
  • 4.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20911


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hi_kapa_12. maí.pdf160,94 kBOpinnKápaPDFSkoða/Opna
Smá leiðrétting 18. júní.pdf600,25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna