is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36359

Titill: 
  • Titill er á spænsku Las “mujeres invisibles” de la literatura española del siglo XX
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni, sem er unnið til fullnustu BA-prófs í Spænsku frá Háskóla Íslands, er fjallað um ýmsar birtingarmyndir ástar og erótíkur milli kvenna í spænskum bókmenntum á 20. öld. Fyrir valinu urðu tvær smásögur eftir þekkta spænska kvenhöfunda: Esther Tusquets (1936–2012) og Carme Riera (1948). Smásögurnar má telja með fyrstu lesbísku bókmenntaverkunum á Spáni. Áður en sjónum er beint að smásögunum og greiningu þeirra er leitast við að skilgreina hugtakið ,,lesbískar bókmenntir“. Þá verður litið til stöðu kvenna á Spáni á seinni helmingi 20. aldar sem og stöðu og réttinda samkynhneigðra á áratugunum eftir spænsku borgarastyrjöldina ásamt því að draga upp mynd af því úr hvaða jarðvegi verkin spretta. Að því loknu er í stuttu máli fjallað almennt um sögu lesbískra bókmennta kvenna á Spáni á 20.öld.
    Smásögurnar sem fjallað er um og greindar eru ,,En la ciudad sin mar“ (1981) eftir Esther Tusquets og ,,Te dejo, amor, en prenda el mar“ (1975) eftir Carme Riera. Það var einkum útgáfa síðarnefndu sögunnar sem markaði þáttaskil í lesbískri bókmenntaritun á Spáni. Rithöfundarnir eru kynntir til sögunnar, í fáum orðum er sagt frá ævi þeirra og starfi, auk þess sem gert er grein fyrir helstu og þekktustu bókmenntaverkum þeirra. Þá eru ritverk þeirra skoðuð í ljósi feminisma, erótíkur og vináttu eða ásta á milli kvenna. Einnig er komið inn á fyrirbæri sem er einkennandi fyrir þessar kvennbókmenntir og við kjósum að kalla ,,ósýnilegu konurnar“ og vísar til „sýnileika“ lesbískra kvenna í spænskum bókmenntum.

Samþykkt: 
  • 22.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36359


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2 LAS MUJERES INVISIBLES DE LA LITERATURA ESPANOLA DEL SIGLO XX BA AÐALHEIÐUR KRISTBJÖRG JENSDÓTTIR.pdf691.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman +.jpg123.68 kBLokaðurYfirlýsingJPG