is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40335

Titill: 
  • Þröngsýnar þýðingarvélar: Um kynjahalla í íslenskum vélþýðingum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tæknihalli í máltækni myndast þegar tölvukerfi sem þjálfuð eru á raunverulegum málgögnum fara óumbeðin að endurspegla samfélagslegan ójöfnuð, óháð ásetningi þeirra sem standa á bak við kerfin. Það stafar af því að þau tileinka sér ekki aðeins mynstur og formgerð tungumálsins sem gögnin eru skrifuð á heldur einnig samfélags- og menningarleg fyrirbæri sem koma þar fram. Þetta getur haft í för með sér að tæknin viðhaldi og ýti undir ójöfnuð þvert á samtímalegar framfarir. Kynjahalli í vélþýðingum er ein gerð tæknihalla. Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að kanna hvernig kynjahalli kemur fram í þýðingarvélum sem vinna með íslensku. Annars vegar er athugað hvort breyting hafi orðið á birtingarmynd kynjahalla í ensk-íslenskum vélþýðingum Google Translate frá rannsókn Agnesar Sólmundsdóttur o.fl. (2021) sem sýndi að hann var til staðar árið 2020. Hins vegar er athugað hvort og hvernig kynjahalli birtist í þýðingum Vélþýðing.is, nýrri íslenskri þýðingarvél. Í rannsókninni voru lýsingarorð þýdd úr kynhlutlausum setningum á ensku, þ.e. setningum þar sem kyn kemur ekki fram, yfir á íslensku þar sem málfræðilegt kyn er nauðsynlegt. Niðurstöður sýna að kynjahalli er til staðar en birtist þó í mismiklum mæli. Í ljós kemur að vélþýðingarnar virðast enn vera nokkuð hlutdrægar þar sem það virðist háð merkingu lýsingarorðanna hvort þau fá karlkyns- eða kvenkynsbeygingu í íslenskri þýðingu, en merking lýsingarorðanna sem birtust í kvenkyni samræmist ákveðnum samfélagslegum hugmyndum um kyn og kynjahlutverk. Ekki birtist jafn afgerandi kynjahalli í Vélþýðing.is og í Google Translate en þó kemur í ljós að hann er til staðar í mismunandi samhengi. Mikil vitundarvakning um jafnrétti hefur orðið í nútímasamfélagi og eru samfélagslegar breytingar sífellt að færast í þá átt. Því sýna niðurstöðurnar ótvírætt fram á mikilvægi þess að vera á varðbergi gagnvart tæknihalla svo tæknin hindri ekki jákvæðar breytingar eða viðhaldi úreltum samfélagslegum hugmyndum.

Samþykkt: 
  • 10.1.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40335


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysingAgnes.pdf192.41 kBLokaðurYfirlýsingPDF
AgnesSolmundsBAlagfaerd1.pdf683.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna