is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20921

Titill: 
  • Hugtakið raunverulegur eigandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hugtakið raunverulegur eigandi (e. beneficial owner) er notað í tvísköttunarsamningum sem skilyrði þess að móttakandi þeirra tekna sem kveðið er á um í 10-12. gr. samningsfyrirmyndar OECD um gerð tvísköttunarsamninga njóti ívilnunar tvísköttunarsamnings – og eru þessar tekjur arður, vextir og þóknanir. Hugtakið sem á uppruna sinn að rekja til fjárvörsluréttar ríkja sem byggja á enskum stofnrétti hefur rutt sér til rúms sem skattalegt hugtak sem þýtt hefur verið á fjölda tungumála á heimsvísu. Þrátt fyrir veru sína í samningsfyrirmyndinni í rúm 35 ár er túlkun þess enn grundvöllur eldheitra umræðna skattaréttarsérfræðinga um heim allan. Enn hefur ekki náðst samstaða um túlkun hugtaksins á alþjóðavísu. Markmið þessa framlags er að leitast við að draga fram inntak hugtaksins með því að horfa til dómaframkvæmdar og þróunar þess hjá OECD.
    Í öðrum kafla er farið yfir almenn atriði. Þar á eftir er í þriðja kafla sjónum beint sérstaklega að tvísköttunarsamningum. Því næst í fjórða kafla skoðað almennar túlkunarreglur Vínar-samningsins með tilliti til þeirra og gagna frá OECD. Þessu næst tekur við kjarninn, sem er umfjöllun um skilyrðið raunverulegan eiganda í tvísköttunarsamningum. Fyrst verður fjallað almennt um hugtakið og lýst þeim álitamálum sem mest hefur borið á við túlkun þess. Þá verður litið til þróunar hugtaksins í sagnfræðilegu ljósi með áherslu á meðferð hugtaksins í höndum OECD og litið til þeirra dóma sem máli skipta og varða beitingu hugtaksins. Að síðustu er litið til nýjasta útspils OECD í greinargerð með samningsfyrirmynd frá 2014 og reynt að rýna í það hvað þær breytingar boða, og hvort þær séu í takt við það sem dómstólar hafa gefið í skyn með sínum úrlausnum.

  • Útdráttur er á ensku

    The requirement that resident of contracting states must be the „beneficial owner“ of dividends, interest or royalities in order to qualify for the reduction or elimination of source juristiction withholding tax on these payments was added to articles 10, 11 and 12 of the OECD Model Convention in 1977. Now, 35 years later, there still seems to be some air of mystery surrounding the concept. The absence of a clear-cut definition of the term is inconvenient for taxpayers. The objective of this study is to further clarify the meaning of beneficial ownership by examining case law and the development of the concept at OECD level. It starts by identifing and clarifying the underlying issues of interpretation that surround the concept and explaining the relevant background to the issue. Comments and positions from academic literature will be examined. Then the development at the OECD will be studied along with the relavant case law chronically – followed by analysis and general conclusions.

Samþykkt: 
  • 4.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20921


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hugtakið raunverulegur eigandi.pdf496.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna