Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20934
Tilgangur þessarar ritgerðar er að skoða upplifun stúlkna á þeirri kynlífsmenningu sem ungt fólk á framhaldsskólaaldri býr við í dag. Rýnt er í þá þætti sem stúlkurnar telja helst hafa áhrif á kynlífsmenningu þeirra svo sem vinahópinn, samskiptamiðla, klám, útlitsdýrkun og kynlífs- og klámvæðingu. Leitast er eftir því að skoða hvort stelpurnar upplifi þrýsting til að stunda kynlíf eða ákveðnar kynlífsathafnir, hvaðan þrýstingurinn kemur og hver birtingarmynd hans er. Einnig er ljósi varpað á upplifun viðmælenda á kynfræðslu og jafnréttisfræðslu í grunn- og framhaldsskólum. Rannsóknin er eigindleg, tekin voru alls tíu viðtöl við þrettán stúlkur þar af níu einstaklingsviðtöl og eitt rýnihópaviðtal. Ein þátttökuathugun var framkvæmd. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að stúlkur upplifi mikinn þrýsting varðandi útlitið, kynþokkann, kynlíf og ákveðnar kynferðislegar athafnir, bæði frá dægurmenningu samfélagsins, vinahópnum og ekki síst strákum. Niðurstöður benda einnig til þess að kynlífs- og klámvæðing hafi veruleg áhrif á kynlíf og „kynlífshandrit“ ungmenna. Viðmælendur telja sterk tvöföld skilaboð ríkja í samfélaginu varðandi kynhegðun stráka og stelpna og stelpur séu undir mun strangara eftirliti en strákar. Kyn- og jafnréttisfræðslu er verulega ábótavant í íslensku skólakerfi samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Viðmælendur óska eftir því að fræðslan verði bætt verulega og að innan hennar verði jákvæðum hliðum kynheilbrigðis gert hærra undir höfði.
The aim of ths study is to look into the reality of young girls´ experience of the sexual culture in the upper secondary school. The most influential factors according to the girls´ opinion are looked into such as their peers, the media, pornography, appearance obsession and the sexualization and pornographication. The aim is also to study if the girls feel pressured to have sex or to participate in certain sexual acts, the origin of the pressure and how it manifests itself. The participants´ experience of sexual and equality education in the grammar and upper secondary schools was studied. The research is qualatitive and consisted of ten interviews with 13 girls, thereof 9 individually and one focus group interiew. One observation study was conducted. The conclusion of the study indicates that girls experience great pressure regarding their looks, sexuality, sex and certain sexual activities both from the society´s cultural aspects, their peers and especially from boys. The results also indicate that sexualization and pornographication greatly affect sex and „the sexual script“ of youngsters. The interviewees strongly feel that a double standard is the norm in our society regarding sexual behaviour of boys and girls and that the girls suffer much more scrutiny than boys. Sexual- and equality education is badly neglected in the Icelandic school system according to the study´s results. The interviewees want a significant increase in this field of education and that the positive side of sexual health will have more weight.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerðin pdf.pdf | 1.05 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
hi_kapa_nov14_final.pdf | 1.15 MB | Opinn | Kápa | Skoða/Opna |