is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20936

Titill: 
  • Icesave og þjóðarábyrgð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um þjóðarábyrgð í Icesave-málinu. Þjóðarábyrgð er sú sameiginlega siðferðilega ábyrgð sem almenningur ber á stefnu og athöfnum stjórnvalda sinna og samfélagsgerð. Spurt er hvort þjóðir geti yfirhöfuð borið slíka ábyrgð, hvort hún eigi við í Icesave-málinu, hvort þjóðin hafi þegar axlað hana og hvers vegna sé mikilvægt að hún geri það. Ábyrgðarhugtakið er flókið og er hugmyndin um þjóðarábyrgð útlistuð í nokkrum skrefum. Fjallað er um ábyrgðarhugtakið sjálft og siðferðilega ábyrgð einstaklinga sem og hlutverkabundna ábyrgð. Þar er einkum byggt á hugmyndum Peters Strawson. Þetta er síðan tengt hugmyndum Davids Miller um þjóðarábyrgð. Atburðarás Icesave-málsins er skoðuð í ljósi þessa og færð rök fyrir því að stjórnvöld hafi brugðist því hlutverki sínu að gæta hagsmuna almennings og eigenda Icesave-reikninganna. Niðurstaðan er að Íslendingar beri þjóðarábyrgð í málinu. Ennfremur eru færð rök fyrir því að hefðu stjórnvöld haft siðferðilegar skyldur sínar að leiðarljósi, fremur en þrönga lagahyggju, hefðu þau getað komið í veg fyrir þetta hörmulega mál án þess að stefna fjárhag ríkisins í hættu. Að axla slíka siðferðilega ábyrgð felst einkum í þrennu. Í fyrsta lagi að gangast við því sem gerst hefur og læra af því, í öðru lagi að leita í einlægni sátta. Þessi skref snúa að þjóðinni sjálfri og uppgjöri hennar við þau stjórnmál og þá menningu sem leiddi til hrunsins. Í þriðja lagi felst í siðferðilegri ábyrgð að bæta fyrir mistökin eftir því sem mögulegt og sanngjarnt er. Að lokum eru rök færð fyrir því að nú þegar Icesave-deilunni er lokið og rykið sest sé mikilvægt að skoða málið á ný og læra af því svo fyrirbyggja megi að sambærilegir hlutir endurtaki sig í framtíðinni.

  • Útdráttur er á ensku

    The topic of this thesis is national responsibility and the Icesave-dispute. National responsibility is the collective responsibility of citizens for the policies and actions of their governments and nation states. The questions raised are whether citizens can be held collectively responsible, and if there are grounds for holding Icelanders responsible in this case. And if so, has the nation assumed this responsibility, and if not, why should it do so? Responsibility is a complex and difficult concept and the task of explaining the idea of national responsibility is undertaken in a series of steps. I will start with a discussion about individual responsibility where the focus is on Strawson’s idea of moral responsibility and role-specific responsibility, and move from there to collective responsibility and David Miller’s idea of national responsibility. It is argued that the Icelandic authorities can be blamed for both failing to protect the interests of the Icelandic public and the interests of the Icesave-accounts owners. Furthermore, it is argued that narrow legalistic thinking prevented the authorities from taking their moral responsibilities seriously, and taking those actions, open to them at the time, to prevent the dispute. It is maintained that assuming responsibility involves three steps. First, to admit that one’s actions were wrong and learn from those mistakes. Secondly, to seek forgiveness, and thirdly, to agree to make fair reparations towards mending the wrong. Finally, it is argued that now when the Icesave-dispute is over and we have gained some distance, we should reexamine the events that led to the dispute and learn from them, so that we may prevent such events from happening again.

Styrktaraðili: 
  • Rannsóknarverkefnið „Hvað einkennir íslenskt lýðræði? Starfsvenjur, gildi og skilningur“, var styrkt af Rannís 2013–2015.
Athugasemdir: 
  • Ritgerð er unnin sem hluti af þverfaglega rannsóknarverkefninu „Hvað einkennir íslenskt lýðræði? Starfsvenjur, gildi og skilningur“
Samþykkt: 
  • 4.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20936


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Icesave og þjóðarábyrgð.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna