en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/20937

Title: 
 • Title is in Icelandic Skattaleg skipting félaga. Ákvæði 52. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Nýlega hafa fallið úrskurðir hjá yfirskattanefnd og dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem ekki var fallist á að um skattalega skiptingu félags hafi verið að ræða. Jafnframt var í sömu málum lagt til grundvallar að um skattasniðgöngu hafi verið að ræða. Vegna þessa var skoðað réttarumhverfi skattalegrar skiptingar félaga samkvæmt tekjuskattslögunum nr. 90/2003. Ákvæði 52. gr. tsl. er skattfrestunarákvæði sem tekur til skiptingar hlutafélaga, einkahlutafélaga og samvinnufélaga. Til að hagræðingarheimild 52. gr. tsl. verði virk þurfa tvö megin skilyrði að vera uppfyllt. Annars vegar er það gagngjaldsskilyrðið og hins vegar skilyrðið um að eignir skulu yfirfærðar á bókfærðu verði. Í gagngjaldsskilyrðinu felst aðallega tvennt, í fyrsta lagi mega hluthafar framlagsfélagsins einungis fá greitt sem endurgjald fyrir skiptingu félagsins hlutabréf í viðtökufélaginu. Í öðru lagi verða innbyrðis eignarhlutföll milli hluthafa framlagsfélagsins að vera það sama og hlutfall þeirra af gagngjaldi frá hverju og einu viðtökufélagi. Með réttarframkvæmd hefur nánar verið útfært hvert inntak gagngjalds-skilyrðisins er. Þannig er t.d. miðað við það að réttir viðtakendur gagngjaldsins eru þeir hluthafar sem tóku ákvörðun um skiptingu félagsins. Þegar skilyrðum hagræðingarheimildar 52. gr. tsl. er uppfyllt breytist skattaleg vígstaða félaganna í samræmi við nettó virði þeirra eigna sem fluttar voru yfir í viðtökufélagið.
  Þrátt fyrir að skilyrðum 52. gr. tsl. er uppfyllt leiðir hún ekki endilega til þess að skattaleg vígstaða færist til í heild sinni. Þannig eru í tekjuskattslögunum sérákvæði um meðferð rekstrartaps og einnig getur skapast álitamál er varðar vaxtagjöld og ráðstöfun gagngjaldsins.
  Þegar að undantekningarákvæði 52. gr. tsl. á ekki við um skiptinguna skattlegst hún eftir meginreglum skattaréttar. Þannig lítur skattlagningin gagnvart félögunum sem að henni stóðu að yfirfærsla eigna er skattlögð hjá framlagsfélaginu. Að sama skapi verða skattaréttarleg réttindi og skyldur ekki byggðar á skiptingunni þar sem skattaleg vígstaða færist ekki til. Gagnvart hluthöfunum getur úthlutunin verið skattlögð á tvenna vegu eftir því hvort um lögmæta eða ólögmæta úttekt hafi verið að ræða.
  Þar sem réttarumhverfi er varðar skattalega skiptingu félags getur verið mjög víðfeðmt er ómögulegt að draga fram í einni setningu hvað það er. Er því lokaniðustaðan sú að mörgu þarf að huga þegar skipting félags er framkvæmd þar sem ráðstöfunin er óafturkræf að skattarétti.

Accepted: 
 • May 4, 2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20937


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Sveinbjörn Rosén Guðlaugsson.pdf697.99 kBLocked Until...2055/05/05HeildartextiPDF