en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/20938

Title: 
  • Hedonism: Arguments for and against and the role of pain
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð mun ég rannsaka hedonisma en nautnahyggja eða sældarhyggja hafa verið notuð á íslensku yfir þá stefnu. Ég mun taka fyrir nokkra af helstu talsmönnum kenningarinnar og gagnrýnendum hennar. Ég mun nota greiningartæki sem ég hef þegið frá Daniel Michael Weijers til að rannsaka sældarhyggju. Markmið mitt er að svara þremur eftirfarandi rannsóknarspurningum:
    • Hver eru helstu rök með og á móti sældarhyggju?
    • Hver er munur á sældarhyggju Epikúrusar, Jeremy Benthams og John Stuart Mills?
    • Hvert er hlutverk og gildi sársauka í kenningum helstu talsmanna sældarhyggju?
    Markmið mitt er að nota sjö gerðir sældarhyggjunnar, eftir Weijers, sem greiningartól til að meta hvernig sældarhyggju þrír helstu talsmenn kenningarinnar (Epikúrus, Jeremy Bentham og John Stuart Mill) boða.
    Greiningar Weijers á hinum sjö gerðum sældarhyggjunnar verða notaðar til þess að greina þrjú megin tilbrigði kenningarinnar. Þær eru ómetanlegt tól til þess að skilja og meta margbreytileika og litbrigði sældarhyggjunnar sem og þau rök sem hafa verið sett fram gegn stefnunni.
    Þegar ég hef lokið yfirferð yfir sögu sældarhyggjunnar og þessara þriggja mismunandi sældarhyggjukenninga með þessari greiningaraðferð, þá mun ég bera þær saman og sjá svo hvernig þær nálgast sársaukahugtakið á mismunandi vegu, sbr. hvert er hlutverk og tilgangur sársauka í hinu góða sældar-lífi. Sá kafli mun fá aukalega innsýn inn í hlutverk og gildi sársauka frá kristni, gríska heimspekingnum Kallíkles, sem er persóna í verkum Platóns, og þýska heimspekingnum Friedrich Nietzsche.
    Að lokum mun ég svo kljást við nokkur rök gegn sældarhyggju, fyrst frá vísindalegum grunni hamingjurannsókna og svo að lokum tek ég fyrir reynsluvél heimspekingsins Robert Nozicks.

  • This thesis is a study of hedonism. I will touch upon many of its most prominent proponents and critics and analyze their arguments using theoretical tools offered by Daniel Michael Weijers. My aim is to answer the following three research questions:
    • What are the main arguments for and against hedonism?
    • What is the difference between the hedonism of Epicurus, Jeremy Bentham and John Stuart Mill?
    • What is the role and value of pain according to the main proponents of hedonism?
    I aim to use the theories or categories of hedonism identified by Weijers to analyze what sort of hedonism the three main proponents of the theory, Epicurus, Jeremy Bentham and John Stuart Mill, are arguing for. They are an invaluable diagnostic tool in order to understand the multiple aspects and nuances of hedonistic theories.
    Once I have explored the three main hedonistic theories using Weijers’ tools, I will delve into comparisons of how they approach the topic of pain and what they deem its role is in living a good hedonistic life. That segment will be aided with additional insights into the role of pain from Christianity, Callicles and Nietzsche.
    Finally I will engage with some criticisms of hedonism. First I will take a brief look at some arguments from the scientific field of Happiness Studies and then I will consider Robert Nozick’s famous Experience Machine.

Accepted: 
  • May 4, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20938


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
kapa.pdf310.02 kBOpenForsíðaPDFView/Open
Titilsida.pdf5.87 kBOpenTitilsíðaPDFView/Open
Hedonism.pdf912.98 kBOpenHeildartextiPDFView/Open