is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20942

Titill: 
  • Þjónustusamningar og opinberar stofnanir sem stjórntæki við rekstur meðferðarheimila Barnaverndarstofu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um þjónustusamninga og stofnanir sem stjórntæki við rekstur meðferðarheimila sem eru á vegum Barnaverndarstofu.
    Borin voru saman tvö ólík stjórntæki á sviðum barnaverndarmála, rekstur stofnunar annars vegar og hins vegar úthýsing í gegnum þjónustusamning. Tekið var fyrir rekstur meðferðarstofnunarinnar Stuðla sem er á vegum ríkisins og rekstur meðferðarheimilisins Háholts sem er rekið á grundvelli þjónustusamnings við Barnaverndarstofu. Sjónum var beint að því hvernig lýðræðisleg- og pólitísk ábyrgð verður óskýrari þegar þriðju aðilar sjá um rekstur fyrir stjórnvöld. Fræðilegur grunnur byggist á stofnanakenningum, umboðskenningum og hinni lýðræðislegu umboðskeðju.
    Forsendur í rekstri meðferðarheimila hafa breyst mikið á síðastliðnum árum og því ekki hægt að segja að eitthvað eitt sé hið rétta rekstrarform. Endurskoða þarf reglulega hvaða stjórntæki henta við rekstur þeirra vegna mismunandi þarfa hvers tíma. Nú í dag hefur dregið mjög úr einkarekstri við rekstur meðferðarheimila þar sem hópurinn sem að þarfnast meðferðar er orðinn töluvert breyttur og erfiðari frá því sem áður var. Því meira krefjandi sem hópurinn er því mun fleiri rök hníga að opinberum rekstri en einkarekstur getur á hinn bóginn notið sín mun mikið þegar að umönnunar þörfin er minni.

Samþykkt: 
  • 4.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20942


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerðin.pdf865.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Emilía_Kristín.pdf415.41 kBLokaðurYfirlýsingPDF