is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20945

Titill: 
  • Ráðningarsamningar barna
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er ætlunin að varpa ljósi á þær reglur sem gilda um ráðningarsamninga barna. Þeir samningar lúta að mestu leyti meginreglum samningaréttar svo sem um samningafrelsi og skuldbindingargildi. Um þá samninga gilda þó einnig ýmsar sérreglur sem takmarka rétt barna til að gera ráðningarsamninga. Raunar geta börn ekki sjálf bundið sig við ráðningarsamninga heldur þurfa foreldrar eða forráðamenn að skrifa undir þá fyrir þeirra hönd eða veita samþykki sitt fyrir ráðningarsamningnum eftir á samkvæmt lögræðislögum.
    Um þau störf sem börn og unglingar mega vinna gilda einnig sérreglur. Má þar helst nefna X. kafla laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980 og reglugerð um vinnu barna og unglinga nr. 426/1999 þar sem fjallað er um þær takmarkanir sem gerðar eru á vinnu barna og unglinga. Það er þó mun fleiri lög og alþjóðasamningar sem haft geta áhrif á hvaða störf má ráða börn til að framkvæma. Má þar fyrst nefna samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og barnaverndarlög nr. 80/2003 og barnalög nr. 76/2003. Þessi lög og samningar byggja á þeim sjónarmiðum að börn eigi rétt á sérstakri vernd og umönnun þar sem þau eru viðkvæmari en fullorðnir fyrir ytri aðstæðum, berskjaldaðri gagnvart misnotkun og ofbeldi og eiga ekki jafn auðvelt með að hafa áhrif á nánasta umhverfi sitt og fullorðnir. Einnig koma til skoðunar ógildingarreglur samningalaga. Teknir eru til skoðunar, þar sem það á við, dómar þar sem reynt hefur á þau sjónarmið sem liggja að baki þeim lögum sem fjallað verður um í ritgerðinni.
    Í seinni hluta ritgerðarinnar eru reglur þær sem fjallað er um í ritgerðinni settar í raunhæft samhengi þar sem skoðaður er samningur sem 15 ára fyrirsætu bauðst til undirritunar og kannað hvernig sá samningur fellur að þeim reglum og sjónarmiðum sem fjallað var um í ritgerðinni.

Samþykkt: 
  • 4.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20945


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokadrög_MA_HMH_pdfskjal.pdf1.14 MBLokaður til...03.05.2055MeginmálPDF
Forsíða_HMH.pdf161.45 kBOpinnKápaPDFSkoða/Opna