is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20947

Titill: 
  • Skattagrið (e. tax amnesty). Raunhæfur kostur skattyfirvalda gegn skattsvikum?
  • Titill er á ensku Tax amnesty: A viable option for tax authorities against tax evasion?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þeir skattar sem lagðir eru á eftir lögum um tekjuskatt nr. 90/2003 (hér eftir nefnd tsl.) renna í ríkissjóð, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 111. gr. sömu laga. Margir skattaðilar reyna hins vegar að komast hjá því að greiða þá skatta sem þeim ber skylda til. Margvíslegum aðferðum hefur verið beitt af stjórnvöldum til að sporna við skattsvikum. Ein þeirra eru griðareglur í skattamálum eða skattagrið (e. tax amnesty). Markmiðið með þessari ritgerð er að kanna hvað felst í skattagriðum með hliðsjón af framkvæmd annarra landa, hvort og hvernig þau gætu nýst íslenskum skattyfirvöldum í baráttu sinni gegn skattsvikum.
    Í fyrri hluta ritgerðarinnar er fjallað um skattyfirvöld, hvaða hlutverkum þau gegna og hvernig hagað er málsmeðferð mála hjá þeim. Þá er farið yfir hvað felst í skattsvikum en hugtakið er hvergi skilgreint í lögum. Gerð er grein fyrir umfangi skattsvika og fjallað í stuttu máli um nokkrar aðferðir sem stjórvöld hafa beitt til að sporna við þeim. Auk þess verða viðurlögum við skattalagabrotum og fyrning þeirra gerð skil. Því næst er fjallað um griðareglur í skattamálum. Slíkar reglur fela almennt í sér að fallið er frá viðurlögum, í heild eða að hluta, ef skattaðili veitir að eigin frumkvæði upplýsingar um tekjur og/eða eignir sem hann hefur ekki talið fram til skatts. Fjallað er um hugtakið skattagrið ásamt því að leitast er við að skýra hvað felst í skattagriðum og af hverju stjórnvöld veita þau. Er sjónum meðal annars beint að markmiðum og kostnaði skattagriða. Þá er ítarlega gerð grein fyrir aðgengi íslenskra stjórnvalda að upplýsingum frá öðrum ríkjum til að koma upp um skattsvik en þau eru lykilþáttur í að stuðla að skilvirkni skattagriða. Einnig eru skoðuð önnur úrræði sem hægt er að beita í stað skattagriða.
    Í síðari hluta ritgerðarinnar er sjónum beint að framkvæmd annarra landa en fjöldi landa um allan heim hafa veitt skattagrið. Leitast er við að lýsa því hvað felst í reglum annarra landa ásamt því að kanna árangur þeirra. Þá verður varpað ljósi á framkvæmd mála hér á landi þegar skattaðili upplýsir um vanframtaldar tekjur og/eða eignir að eigin frumkvæði. Vikið er að drögum að frumvarpi um griðareglur í skattamálum og hvort ákvæði þess samrýmist reglum annarra landa. Að lokum er í sérstökum kafla dregnar saman helstu niðurstöður ritgerðarinnar.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20947


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skattagrið (e. tax amnesty).pdf902.73 kBLokaður til...20.06.2025HeildartextiPDF