Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20949
Í ritsmíð þessari er réttmæti þess að beita stofnun sem stjórntæki á íslenskum húsnæðislánamarkaði greint út frá skrifum Lesters Salamon. Í þeim tilgangi er dregið fram félagslegt samhengi frá upphafi beitingu slíks stjórntækis, þegar Húsnæðismálastofnun var komið á fót árið 1957, til ársins 2008 þegar bankahrunið breytti ásýnd húsnæðislánamarkaðarins. Sýnt er fram á með hvaða hætti stjórntækinu hefur verið beitt til að vinna að framsettum markmiðum. Í ritsmíðinni er bent á tilvist markaðsbrestar og ójafnræðis á tilteknu tímabili og þróun íslensks samfélags sem breytti rekstrarskilyrðum stofnunarinnar. Þrátt fyrir slíkar breytingar viðhélst starfsemi hennar en til að skýra slíka viðleitni er horft til almannavalskenninga annars vegar og hinsvegar hugtaksins vegartryggð sem tilheyrir kenningaskóla sögulegrar stofnanahyggju. Í ritgerðinni er sömuleiðis komið inn á vandkvæði þess að tilgreina sjálfstæði íslenskra stofnanna í lögum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Opinber húsnæðislánastofnun í tímans rás.pdf | 588.11 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |