Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20953
Neysla ávana- og fíkniefna er af mörgum talin vera eitt helsta böl sem þjóðir heims þurfa að glíma við nú á dögum. Ríkisstjórnir margra landa dæla árlega gríðarlega háum fjárhæðum í stríðið gegn fíkniefnum. Stríð sem á að koma í veg fyrir framleiðslu, sölu og neyslu efnanna. Á sama tíma vilja aðrir kenna núverandi kerfi um ástandið í mörgum samfélögum og útbreiðslu glæpasamtaka. Kerfi sem skilgreinir fíkniefnaneytendur sem glæpamenn.
Refsi- og bannstefna stjórnvalda virðist ekki hafa skilað þeim árangri sem vonast var af þeim og minnir hún í raun mikið á tímann sem ríkti á tímum bannstefnu áfengis í Bandaríkjunum. Glæpasamtök dafna undir þessu kerfi, framleiða og selja ávana- og fíkniefni á svörtum markaði og virðist sem að aðgerðir yfirvalda dragi ekkert úr framboðinu.
Viðhorf samfélaga og almennings gagnvart málefnum ávana- og fíkniefna er þó að breytast og hafa mörg ríki heims lagt af bann- og refsistefnu. Samtök víðsvegar um heiminn berjast fyrir heilbrigðisvæðingu fíkniefnaneyslu eða lögleiðingu efnanna.
Núverandi stefna er gríðarlega kostnaðarsöm og helstu afleiðingar hennar eru uppfull fangelsi af neytendum ávana- og fíkniefna. Neytendur sem hægt er að kalla hinu raunverulegu fórnarlömb núverandi stefnu, ásamt hinum almenna skattborgara sem sér á eftir háum fjárhæðum ár hvert í stríð sem ekki er hægt að sigra.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð - Hrafnkell Jónsson.pdf | 339,6 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |