is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20970

Titill: 
  • Þurfum við kanón í sögu? Tilraunir til miðstýringar sögukennslu í nokkrum löndum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fram yfir miðja 20. öld byggðist sögukennslan á yfirlitssögu með þjóðlegum áherslum en þá dró úr áhuga á fortíðinni sem ekki var talin skipta máli í heimi sem breyttist með ógnarhraða. Þetta varð til þess að sögukennslan breyttist, það dró úr áherslum á yfirlitssögu og þjóðleg viðhorf en félagslegar koma í staðinn með breyttum kennsluaðferðum svo sem aukinni verkefnavinnu, þemakennslu, leitarnámi og ýmsum vinnubrögðum úr félagsvísindum. Sagan var nú stundum samþætt öðrum félagsgreinum sem samfélagsfræði. Undir lok 20. aldar gætti vaxandi óánægju með þessa þróun, sagt var að nemendur skorti sögulega yfirsýn og þekkingu á sögu eigin þjóðar. Yfirlitssaga og „utanbókarlærdómur“ eru oft erfið í kennslu og óvinsæl meðal nemenda og kennara og því hafa komið fram hugmyndir um að yfirvöld hlutist til um sögukennsluna og ákveði að skólar skuli kenna nemendum tiltekin atriði, gjarnan þjóðleg og leggi meiri áherslu á þekkingu en nú er í tísku. Þetta ákveði stjórnvöld með námskrám eða kanón.
    Víða erlendis hafa komið upp harðar deilur um breytingarnar á sögukennslunni þar sem íhaldsmenn hafa verið í fararbroddi þeirra sem vilja endurvekja þjóðlegu yfirlitssöguna en kennarar, kennslufræðingar, háskólamenn og oft vinstrimenn verið á móti eða fremur andsnúnir því. Hörðustu deilurnar hafa verið í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu en þær voru ekki eins ákafar í löndunum tveimur sem hafa tekið upp kanón, Danmörku og Hollandi. Samt eru kanónarnir með ákveðnari forskrift um hvað eigi að kenna en námskrárnar í fyrrnefndu löndunum. Það er umhugsunarefni að einna minnstar deilur eru um sögukennslu meðal Þjóðverja sem eiga sér erfiða sögu. „Söguvitund“ þeirra virðist hafa heppnast vel. Á Íslandi var þróunin svipuð og annars staðar, námskrárnar 1999 voru tilraun yfirvalda til að samræma og staðla nám í sögu og öðrum greinum. Þær námskrár voru minni samræming en kannski var stefnt að, einkenndust af miklu vali á viðfangsefnum. Með lögum um grunn- og framhaldsskóla 2008 gáfust yfirvöld upp á að samræma nám nema hvað aðlaga skyldi það að Bologna ferlinu en skólar áttu að öðru leyti að ákveða sjálfir hvað yrði kennt. Nú ráða grunn- og framhaldsskólar námskránni og hvort kennd er saga. Dregið hefur úr sögukennslu og vísbendingar eru um að sú þróun haldi áfram með nýrri námskrá.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20970


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þurfum_við_kanon_í_ sögu_Jens_Benedikt_Baldursson_.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna