en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/20971

Title: 
  • Title is in Icelandic Reynsla kvenna og karla af fyrstu ráðningarviðtölum og launasamningum
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna mun á undirbúningi og reynslu kvenna og karla í ráðningarviðtölum og samningum um laun. Tekin voru hálfopin viðtöl við átta einstaklinga, fjórar konur og fjóra karla, sem eru með meistarapróf og starfa annað hvort sem lögfræðingar eða verkfræðingar. Niðurstöður sýndu að þó ýmislegt hafi verið sameiginlegt í undirbúningi kynjanna, var reynsla þeirra í ráðningarviðtölum og launasamningum ólík. Konur og karlar byggðu launavæntingar sínar á samanburði við einstaklinga af sínu kyni. Báðum kynjum fannst samningar um laun óþægilegir, en karlar voru virkari þátttakendur í samningaferlinu en konur. Samskipti á vinnustað var hindrun fyrir konur í að semja um laun, en kostur fyrir karla. Þeir sem voru með skýr starfsferilsmarkmið voru virkari í samningaviðræðum. Niðurstöðurnar varpi ljósi á að áhrif kynjakerfisins leynast víða og koma fram í ólíkri reynslu kynjanna í ráðningarviðtölum og betri launasamningum karla. Náms- og starfsráðgjafar geta nýtt sér niðurstöðurnar í ráðgjöf um ráðningarviðtöl og launasamninga.

Accepted: 
  • May 5, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20971


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Sigrún Fjeldsted SveinsdóttirMASTER.pdf616.68 kBOpenHeildartextiPDFView/Open