en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/20975

Title: 
  • Title is in Icelandic Afslættir sem misnotkun á markaðsráðandi stöðu
  • Rebates as an abuse of a dominant position
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Algengt er í viðskiptum og á samkeppnismarkaði að fyrirtæki veiti viðskiptavinum sínum afslátt. Þó almennt sé talið að afslættir séu góðs viti, geta afslættir sem markaðsráðandi fyrirtæki veita þó engu að síður haft þær afleiðingar meðal annars að útiloka keppinauta frá markaði. Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir afsláttum markaðsráðandi fyrirtækja í evrópskum samkeppnisrétti og hvenær þeir geta talist til misnotkunar á markaðsráðandi stöðu samkvæmt ákvæði 102. gr. TFEU.
    Ritgerðin skiptist í sex kafla. Verður umfjöllunin með þeim hætti að í öðrum kafla ritgerðarinnar verður gerð grein fyrir markmiðum samkeppnisréttar og lagagrundvelli. Í þriðja og fjórða kafla verða grundvallarhugtök ákvæðis 102. gr. TFEU skilgreind, það eru hugtökin markaðsráðandi staða og misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Í fimmta kafla hefst meginumfjöllunarefni ritgerðarinnar, það er efnisleg umfjöllun um afslætti sem misnotkun á markaðsráðandi stöðu samkvæmt ákvæði 102. gr. TFEU, og eftir atvikum 54. gr. EES-samningsins. Verður fyrst gerð grein fyrir svokölluðum einkakaupaafsláttum og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til þess að afsláttur teljist falla undir flokk einkakaupaafslátta. Sérstök áhersla verður lögð á nýlegan dóm Almenna réttarins í máli Intel gegn framkvæmdastjórninni. Háttsemi skyld einkakaupaafsláttum verður samhliða til umfjöllunar og snýr sú umfjöllun að einkakaupasamningum fyrirtækja. Í framhaldi að því beinist umfjöllunin að skoðunum fræðimanna og röksemdum þeirra varðandi mat á efnahagslegri nálgun í málum er varða einkakaupaafslætti. Því næst verður fjallað um flokk tryggðarafslátta og skoðað hvers konar háttsemi þurfi að eiga sér stað svo að afsláttur teljist falla undir þann flokk afslátta. Í því skyni er dómaframkvæmd dómstóls ESB skoðuð, þar sem mismunandi tegundir afsláttarkerfa markaðsráðandi fyrirtækja koma við sögu, til að mynda kerfi magnafslátta, stigvaxandi afslátta og afturvirkra afslátta. Lýkur fimmta kafla með umfjöllun um afslætti tengda verðmismunun, en við þá umfjöllun er dómaframkvæmd dómstóls ESB einnig skoðuð í því skyni að skýra nánar hvenær afslættir og verðmismunun geta talist til misnotkunar á markaðsráðandi stöðu samkvæmt ákvæði 102. gr. TFEU. Að endingu, í sjötta kafla ritgerðarinnar, verður efnisleg umfjöllun ritgerðarinnar dregin saman og helstu niðurstöður raktar.

Accepted: 
  • May 5, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20975


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Meistararitgerð_skemman.pdf1.45 MBLocked Until...2088/02/28HeildartextiPDF