is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20978

Titill: 
  • Hugtakið atvinnurekstur í skilningi skattalaga
  • Titill er á ensku Business activity according to tax law
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hvergi í skattalöggjöfinni er hugtakið atvinnurekstur skilgreint. Hins vegar hefur myndast í framkvæmd hjá skattyfirvöldum, yfirskattanefnd og dómstólum ákveðin viðmið sem miðað er við mat á því hvort um atvinnurekstur geti verið að ræða í skattalegu tilliti, þ.e. hvort um sjálfstæða starfsemi sé að ræða sem rekin er reglubundið í nokkru umfangi í þeim efnislega tilgangi að skila hagnaði. Miklu getur skipt í skattskilum fyrir aðila á hvern hátt hann telur fram tekjur sínar, sér í lagi ef þær eru tengdar atvinnurekstri. Getur því verið nauðsynlegt að afmarka hvaða athafnir manna teljist til atvinnurekstrar og hvaða athafnir teljast ekki til atvinnurekstrar. Í þessari ritgerð verður reynt að afmarka hugtakið atvinnurekstur í skilningi skattalaga út frá viðmiðunum skattyfirvalda, úrskurðum yfirskattanefndar og dómum dómstólanna. Verður því að mestu stuðist við reynslurannsóknir (e. empirical investigation).
    Í 2. kafla ritgerðarinnar er fjallað almennum um skatt, eðli og nauðsyn skattlagningar og hvernig stjórnaskráin setur skattlagningu skorður. Í 3. kafla ritgerðarinnar er farið yfir tekjur tengdar atvinnurekstri og hvernig skattlagningu þeirra sé háttað. Einnig er í þriðja kafla farið yfir mismunandi skattlagningu milli rekstraforma. Í 4. kafla ritgerðarinnar sem jafnframt er meginþungi hennar er fjallað um hvað teljist til atvinnurekstrar eða sjálfstæðrar starfsemi í skattalegu tilliti. Farið er yfir skilgreiningu atvinnurekstrar sem yfirskattanefnd litur til við matið á því hvort um atvinnurekstur sé að ræða. Í framhaldi af því þá er farið yfir þau helstu vafamál sem tengist mörkum milli þess hvort starfsemi teljist til atvinnurekstrar eður ei. Loks í 5. kafla ritgerðarinnar er fjallað stuttlega um þau rekstrarform sem eru í boði fyrir þann sem hyggst setja á laggir atvinnurekstur, helstu skráningarskyldur þeirra sem hefja skattskylda starfsemi, reglur varðandi stofnun leyfisskylds rekstrar og að lokum bókhaldsskyldu vegna skattskyldrar starfsemi.
    Meginniðurstöður ritgerðarinnar eru þær við matið á að til staðar sé nokkur óvissa um hvað teljist til atvinnurekstrar í skilningi skattalaga en ekki hafa komið út neinar ákveðnar skriflegar viðmiðunarreglur á vegum skattyfirvalda um hvenær og hvernig skilyrði teljist uppfyllt til að tekjur teljist til atvinnurekstrar. Af úrskurðarframkvæmd má telja að almennt þurfi að fara fram heildarmat á öllu atvikum hverju sinni og getur verið mismunandi eftir starfsgreinum hversu miklar kröfur eru gerðar til framangreindra skilyrða.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20978


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf1.25 MBLokaður til...12.05.2065HeildartextiPDF