is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20991

Titill: 
  • Slappur magi, kúlurass og óskalistar: Póstfemínismi í íslenskum kvennamiðlum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til M.A.-prófs í hagnýtri ritstjórn og útgáfu á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Í ritgerðinni voru íslenskir kvennamiðlar skoðaðir út frá kenningu Rosalind Gill um póstfemíníska tilfinningu þar sem lögð er áhersla á mótsagnakennt eðli póstfemínískrar orðræðu og hvernig femínísk og andfemínísk viðhorf fléttast saman innan hennar. Saga vinsælustu íslensku kvennamiðlanna var rakin, en þeir voru einnig gjarnan þeir umdeildustu. Þegar efnistök miðlanna voru rannsökuð mátti greina hina póstfemínísku tilfinningu annarsvegar í þráhyggjunni gagnvart líkamanum, sjálfseftirlitinu og aganum sem fylgir viðhaldi líkamans og hinsvegar í „makeover“ hugmyndafræðinni og valfrelsisstefinu sem einkennir allt ofangreint. Neysluhyggja er einnig ríkjandi á íslenskum kvennamiðlum og hefur hún, ásamt útlitsdýrkuninni, mikið verið gagnrýnd auk þess sem efnistök þess konar miðla hafa verið sögð innantóm og einsleit. Til þess að fá hugmynd um tilgang og tilurð þessara miðla ræddi ég við stofnendur og stýrur tveggja vinsælla miðla.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20991


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_Postfeminismi_i_kvennamidlum_Rannveig_Gardars.pdf550.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna