Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20993
Blaðaljósmyndun hefur breyst gífurlega á síðustu áratugum og kemur margt til. Tækniframfarir, stafræna byltingin og fjármálakreppa ásamt aukinni samkeppni á fjölmiðlamarkaði hefur stuðlað að því að fagið sem slíkt er gjörbreytt frá því sem áður var. Skoðað var í þessari ritgerð hvernig fagið hefur breyst í heiminum en einnig var einblínt á Ísland og þá sérstaklega Morgunblaðið. Farið var í sögu blaðaljósmyndunar og hvernig hún þróaðist með árunum. Trúverðugleiki ljósmynda var skoðaður svo og áhrif nýrrar stafrænnar tækni á fagið. Til þess að komast að niðurstöðu var beitt bæði eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum. Tuttugu tölublöð Morgunblaðsins voru skoðuð á tuttugu ára tímabili til að sjá þróunina í blaðaljósmyndum og gerð var grein fyrir niðurstöðum úr þeirri rannsókn í máli og myndum. Einnig voru tekin viðtöl við núverandi og fyrrverandi blaðaljósmyndara Morgunblaðsins og þeirra sýn fengin á málinu. Athugað var hvort fagið hafi lifað af þessa nýju stafrænu tíma og aukna samkeppni eða hvort blaðaljósmyndun sem fag sé að hverfa og ný starfsgrein að líta dagsins ljós. Niðurstaðan er sú að gamla starfsheitið eigi ekki lengur við en nýtt starfsheiti gæti verið stafrænn blaðamaður, margmiðlunarblaðamaður eða sjónrænn blaðamaður.
Photojournalism has changed dramatically in the past decades for a number of reasons. New techniques, the digital revolution, the financial crisis and increased competition in the field of mass media have contributed to major changes in photojournalism. These changes in photojournalism worldwide are observed in this essay, with an emphasis on Iceland and especially Morgunblaðið. The history of photojournalism was traced to see how the profession has evolved through the years. The credibility of photographs in the past and today was observed, as well as what effect the digital revolution has had on photojournalism. To reach a conclusion both qualitative and quantitative research methods were used. Twenty editions of Morgunblaðið over the course of twenty years were looked at to see the changes in photojournalism and the results are published in text and graphs. Five photojournalists that work, or have worked for Morgunblaðið were interviewed to get their view on the matter of this changing profession. The question is whether photojournalism as a profession has survived the digital revolution and the competion or if it deserves a new name. The conclusion is that the title photojournalist is no longer valid but the new profession could be called digital reporting, multi-media reporting or visual reporting.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Blaðaljósmyndun í fortíð og nútíð.pdf | 1.38 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |