Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21002
Lokaverkefni mitt í hagnýtri menningarmiðlun er í tveimur hlutum – annar þeirra er fullbúinn vefur; viskustykki.is, hinn er þessi greinargerð hér.
Í greinargerðinni er hugmyndin að baki viskustykki.is kynnt og hvaða leið var farin til að hrinda henni í framkvæmd. Fræðilegur grundvöllur verkefnisins eru veffræði þar sem litið er til kenninga helstu sérfræðinga í þeim efnum.
Viskustykki.is er lista- og menningarvefur sem byggir alfarið á innsendum verkefnum eftir nemendur í lista- og menningartengdum greinum innan Háskóla Íslands. Birting verkefnis á vefnum er þó háð því skilyrði að kennari í HÍ hafi metið það sem eitt af þeim bestu í viðkomandi námskeiði. Greint verður frá könnun sem gerð var meðal nemanda til að kanna áhuga þeirra á slíkum vef og hvernig gekk að afla efnis á vefinn. Staða höfundarréttarmála varðandi miðlun efnis á vef verður ígrunduð og farið yfir hvaða og hvers vegna ákveðið vefumsjónarkerfi var valið og þema. Í lok skýrslunnar verður tekið saman hvernig til tókst og hvað sé framundan.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman_MA_AnnaGuðfinnaStefánsdóttir.pdf | 1.58 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |