Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21007
Í þessari ritgerð er leitast við að kanna hvort löggjöf og framkvæmd um einangrun í gæsluvarðhaldi á Íslandi uppfylli kröfur 3. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (hér eftir: MSE) um bann við pyndingum og annarri ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Efniviðurinn var valinn með hliðsjón af athugasemdum alþjóðlegra eftirlitsnefnda á sviði mannréttinda, þess efnis að einangrunarvistun hefði löngum verið beitt óhóflega hér á landi. Einkum er athugað hvort verndin sem 3. gr. MSE veitir sé tryggð bæði með lögum og í mati þess dómara sem ber að úrskurða um einangrun.
Í þessu skyni voru athuguð fræðirit og dómar Mannréttindadómstóls Evrópu um skýringu á 3. gr. MSE. Til að leiða í ljós réttarstöðu gæsluvarðhaldsfanga hér á landi voru kannaðar lagareglur, lögskýringargögn og reglugerðir er varða gæsluvarðhald og einangrunarvistun. Til að varpa ljósi á tíðni einangrunarvistunar í gæsluvarðhaldi var skoðuð tölfræði um efnið, fyrir og eftir tilkomu laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, með hliðsjón af tölfræði þar að lútandi frá hinum Norðurlöndunum. Gerður var samanburður á löggjöf Norðurlandanna um þetta efni og framkvæmd við beitingu einangrunarvistunar á Íslandi skoðuð nánar. Að öðru leyti hefur verið stuðst við íslenska og erlenda löggjöf, innlend og erlend fræðirit er efninu tengjast, skýrslur, opinbera tölfræði, álit umboðsmanns Alþingis og dóma Hæstaréttar.
Niðurstöður ritgerðarinnar voru í stuttu máli þær að einangrunarvistun er afar tíð í tilfellum gæsluvarðhaldsfanga hér á landi, einkum í samanburði við Danmörku, sem Íslendingar miða sig helst við. Við mat á því hvort einangrunarvistun telst til pyndinga eða ómannlegrar eða vanvirðandi meðferðar verður að hafa hliðsjón af aðstæðum öllum í einangrun og ekki síður eiginleikum sakbornings, s.s. aldri, andlegri og líkamlegri heilsu og jafnvel kynferði. Við skoðun á dómum Hæstaréttar í kærumálum vegna einangrunar í gæsluvarðhaldi kom í ljós að Hæstiréttur horfir fyrst og fremst til lagaskilyrða og málsmeðferðarreglna stjórnsýsluréttar. Mat á hæfi einstaklinga til að sæta einangrunarvistun virðist ekki fara fram, í samræmi við áskilnað 3. gr. MSE. Sjaldnast er tekin afstaða til einangrunarvistunar sérstaklega, heldur má segja að hún „fylgi með“ kröfu rannsóknaraðila um gæsluvarðhald.
With this thesis, the author seeks to examine whether the legislation and implementation of solitary confinement in custody in Iceland meets the requirements of Article 3 of the European Convention on Human Rights (hereafter: ECHR), on the prohibition of torture and other inhuman or degrading treatment or punishment. The material was chosen in the light of repeated critisism by international supervisory bodies in the field of human rights, stating that solitary confinement has long been applied disproportionately in Iceland. In particular, it is examined whether the protection which Article 3 of the ECHR provides is guaranteed both through law and through the assessment of the judge who is to rule on the solitary confinement.
For this purpose, the latest academic publications and the judgments of the European Court of Human Rights, on the interpretation of Article 3 of the ECHR, have been examined. Furthermore, the legal status of remand prisoners in Iceland has been studied as well as statistics on the subject, before and after the introduction of the Criminal Code No. 88/2008. Reference has been made to statistics and legislation on solitary confinement in other Nordic countries. The main resources are the judgments of the European Court of Human Rights, Icelandic and Nordic legislation, national and international literature on the subject, reports, official statistics, opinions of the Parliamentary Ombudsman and finally, the judgments of the Supreme Court of Iceland.
To summarise the results, solitary confinement in detention is very frequent in Iceland, particularly in comparison to Denmark, which Icelanders prefer to compare themselves with. In assessing whether solitary confinement amounts to torture or inhuman or degrading treatment, regard must be had to all the circumstances of the case as well as the characteristics of the accused, such as age, physical and mental health and even gender. A study of the Supreme Court's rulings on complaints of solitary confinement in custody revealed that the Court primarily looks to the legal requirements of the Criminal Code and the procedural rules of administrative law. An assessment on the suitability of individuals to be subjected to solitary confinement does not seem to take place, in accordance with the requirements of Article 3 of the ECHR. Furthermore, the study revealed that a claim regarding solitary confinement is rarely assessed separately from a claim regarding detention.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð_Einangrun gæsluvarðhaldsfanga í ljósi 3. gr. MSE.pdf | 1.06 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |