is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21010

Titill: 
 • Ré. Sanngirnishugtakið og túlkun þess að íslenskum rétti
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um huglæga viðmiðið sanngirni og túlkun þess í íslenskum rétti. Leitast er við að greina hugtakið eins og það birtist í fræðiskrifum og lagaákvæðum með það fyrir augum að meta hvort viðmiðið veiti nægilega skýrar hátternisleiðbeiningar. Ennfremur er rannsakað hvernig hliðsjónaratriðum laga er beitt við túlkun á hugtakinu þar sem á þau reynir fyrir dómstólum. Ritgerðin snertir á réttarheimspekilegum málefnum en dómarannsóknin heyrir undir lögskýringarfræði almennrar lögfræði.
  Sanngirni er meðal allra fyrstu hugtakanna af siðferðilegum toga sem menn læra á lífsleiðinni. Sanngirnishugtakið kemur víða fyrir í lagaákvæðum þar sem það vísar til siðferðilegs gildismats að baki þeim. Þótt sanngirni beri daglega á góma í almennri umræðu er ekki hlaupið að því að skýra nákvæmlega hvað við er átt. Það er nú einu sinni svo að það sem einum þykir sanngjarnt þykir öðrum ósanngjarnt.
  Í ákvæðum laga er víða vísað til huglægra mælikvarða. Leiðbeiningargildi slíkra lagaákvæða kann að vera takmarkað ef mælikvarðarnir eru svo óskýrir, að svo virðist sem að dómurum sé gefinn laus taumurinn til að dæma að eigin vild. Þegar þannig háttar er nánast ómögulegt fyrir menn að þekkja rétt sinn. Úr þessu er hægt að bæta með því að veita leiðbeiningar í lögum, telja upp sjónarmið sem líta skuli til þegar huglæga matið er framkvæmt. Þær nýtast þó ekki nema eftir sé farið.
  Í síðari hluta ritgerðarinnar er veitt almennt yfirlit yfir ákvæði í íslenskum lögum þar sem vísað er til sanngirnishugtaksins og þau flokkuð eftir samhengi. Að því loknu er sjónum beint að dómaframkvæmd Hæstaréttar á völdum sviðum. Sérstaklega er fjallað um áhrif sanngirni á skuldbindingargildi löggerninga, fyrst í tengslum við þau ógildingarákvæði III. kafla samningalaga nr. 7/1936 sem vísa til viðmiðsins en síðan varðandi samninga innan hjúskaparréttar. Að lokum eru helstu niðurstöður ritgerðarinnar dregnar saman í sérstökum kafla.

Samþykkt: 
 • 5.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21010


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sanngirnishugtakið og túlkun þess að íslenskum rétti.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna