is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21011

Titill: 
 • Mótsagnakenndar framfarir? Jafnrétti kynjanna í íslenskri utanríkisþjónustu
 • Titill er á ensku Paradoxical Progresses? Gender Equality in the Icelandic Foreign Service
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari rannsókn er kynjajafnrétti í íslenskri utanríkisþjónustu til umfjöllunar. Markmið rannsóknarinnar eru tvíþætt. Þau voru annars vegar að fá innsýn í jafnréttismál utanríkisþjónustunnar, út frá sjónarhorni flutningsskyldra starfsmanna hennar, og hins vegar að fá álit þeirra á því hvort staðið sé við jafnréttisáherslur stjórnvalda í utanríkisstefnu Íslands, bæði á alþjóðlegum vettvangi sem og heima fyrir.
  Kenningarammi rannsóknarinnar byggir fyrst og fremst á femínískum gagnrýnikenningum og mótunarhyggju. Rannsóknin var framkvæmd með átta hálfstöðluðum viðtölum við fjórar konur og fjóra karla sem öll starfa sem flutningsskyldir starfsmenn íslensku utanríkisþjónustunnar. Voru svörin síðar orðræðugreind.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að þrátt fyrir að miklu hafi áunnist í jafnréttismálum er enn kynjahalli í efstu lögum utanríkisþjónustunnar. Hallann má að hluta til skýra með pólitískum ráðningum í sendiherrastöður. Ekki er nægilega vel komið til móts við oft ólíkar aðstæður kynjanna, og er það þrándur í götu sumra. Kyn starfsfólks virðist ekki hafa bein áhrif á framgang í starfi, en óbein áhrif eru meðal annars þau að mismiklar kröfur eru gerðar til kynjanna í starfi. Framfylgni íslenskrar jafnréttisstefnu er góð, en má helst bæta á viðskiptasviðinu og í tvíhliða samskiptum. Ísland sendir mikilvæg jafnréttisskilaboð með skipan kvenna í áhrifamikil diplómatísk embætti, en mikilvægt er að jafnréttisáherslurnar verði endurspeglaðar frekar í starfsliði utanríkisþjónustunnar.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this dissertation is gender equality in the Icelandic Foreign Service. The aim of the study is twofold. On the one hand the aim is to gain insight to gender equality from the standpoint of Icelandic diplomats serving in the Icelandic Foreign Service, and on the other, their views on whether the commitments made by the Icelandic government on gender equality, which can be found in Icelandic foreign policy, are met, both internationally, and locally.
  The theoretical framework of this dissertation is primarily based on critical feminist theories and constructivism. The study was conducted with eight semi-structured interviews to four female and four male diplomats who all work in the Icelandic Foreign Service. The answers were later analysed with discourse analysis.
  The main findings of the study are that even though much progress has been made on gender equality, a large gender deficit is ongoing in the top layers of the Foreign Service. This deficit can partly be explained by the political recruitment methods of ambassadors to the service. The often different situations of men and women are not well enough met, and is an obstacle to some. Gender seems not to have a direct impact on people's careers, but the indirect impacts of gender are different demands towards men and women in their jobs. The implementation of the Icelandic equality policy is generally good, however, it can most preferably be improved in commerce and trade, and in bilateral relations. Iceland gives out important messages on gender equality by appointing women into powerful senior diplomatic positions, but it is important that the gender focus will be reflected further in the Foreign Service's personnel.

Samþykkt: 
 • 5.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21011


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Holmfridur Magnusdottir -rafraen utgafa.pdf956.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna