Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21012
Vöruframleiðsla og innleiðing á Evrópumörkuðum hefur verið erfið undanfarin ár þar sem tengingu hefur vantað á milli markaðssetningar og lagalegra þátta þegar kemur að því að framleiða, markaðssetja og dreifa vörum á Evrópusvæðinu. Helstu vandkvæði hafa verið tæknilegar hindranir. Þessi hindranir stafa af misræmi á milli aðildarríkja hvað varðar reglugerðir, misræmi á innlendum stöðlum og prófunum ásamt vottunaraðferðum.
Vörur með CE merkingu má markaðssetja og selja í þeim löndum sem tilheyra EES, þ.e. ESB aðildarríkjum og EFTA löndunum þremur, Íslandi, Noregi og Liechtenstein. Sala þeirra er óháð því hvort varan sé framleidd í heimalandi sínu eða ekki og gilda kröfurnar líka um vörur sem koma frá ríkjum utan EES.
Markmið með þessari ritgerð er að fjalla almennt um CE merkingar og fara yfir helstu atriði sem skipta máli í því samhengi. Sérstaklega verður tekinn fyrir einn vöruflokkur sem heyrir undir nýaðferðartilskipanir, þ.e. leikföng.
Megindleg rannsókn var gerð og þótti höfundi mikilvægt að fá svör við því hve upplýstir neytendur væru um CE merkingu. Einnig vildi höfundur komast að því hvort neytendur gerðu greinamun á CE merkingu og China export merkingu (CE), sem eru keimlíkar að sjá en hafa gjörólíka þýðingu. Niðurstöður leiddu meðal annars í ljós að þátttakendur í rannsókninni höfðu ekki nægilega vitneskju um CE merkingar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
2015 05 01 Sólveig María Erlendsdóttir_Loka.pdf | 904.63 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |