is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21015

Titill: 
  • Birting umhverfissjálfsmyndar Íslands í utanríkisstefnu stjórnvalda á tímabilinu 2007-2013. Orðræðugreining
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er ljósi varpað á birtingu sjálfsmyndar Íslands í umhverfismálum í utanríkisstefnu stjórnvalda í skýrslum og ræðum til Alþingis á tímabilinu 2007-2013 en á því tímabili voru tvær ríkisstjórnir við völd. Sú fyrri frá 2007-2009 og sú síðari frá 2009-2013. Ræður og skýrslur umhverfis- og auðlindaráðherra og utanríkisráðherra á tímabilinu voru orðræðugreindar auk stefnuyfirlýsinga þessara ríkisstjórna. Markmiðið er ekki að leggja mat á hversu raunsönn sú mynd er heldur er einungis reynt að sýna hvernig orðræða mótar sjálfsmynd í gegnum utanríkisstefnu. Frá sjónarhóli mótunarhyggju og póststrúktúralisma eru greind þrástef sem spinnast í gegnum orðræðuna og mynda þau sannleiksveldi sem stjórnvöld velja að koma á framfæri. Þau þrástef sem greind voru í orðræðu stjórnvalda fjölluðu um forystu Íslands í umhverfismálum, sjálfbæra þróun og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, styrkingu Norðurskautsráðsins og styrkingu Íslands í gegnum það, hagsmuni Íslands og sérstöðu landsins. Niðurstöður orðræðugreiningarinnar voru á þá leið að sú sjálfsmynd sem birtist í gegnum orðræðu stjórnvalda er aðeins öðruvísi en sú sem stjórnvöld vilja birta en það er einmitt tilgangur orðræðugreiningar að ná að draga fram mótsagnir eða átakapunkta í orðræðunni. Íslensk stjórnvöld sjá sig sem leiðandi á sviði umhverfismála á alþjóðavettvangi og í sérstöðu hvað þekkingu á umhverfismálum varðar. Oðræðugreiningin hins vegar dró fram sjálfsmynd þar sem frammistaðan í umhverfismálum er meiri í orði en verki og undirliggjandi ótti um að ná ekki að verja hagsmuni sína í samskiptum við önnur ríki var sjáanlegur.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21015


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ARÁ_Umhverfissjálfsmynd_Íslands.pdf928.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna