is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21017

Titill: 
 • Endurgreiðslur virðisaukaskatts til opinberra aðila
Námsstig: 
 • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Virðisaukaskattslög geyma ákvæði um sérstakar endurgreiðslur virðisaukaskatts og eru endurgreiðslur virðisaukaskatts til opinberra aðila viðfangsefni þessarar ritgerðar. Helstu réttarheimildir endurgreiðslna þessara eru 42. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt og 12. gr. reglugerðar nr. 248/1990, um virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila.
  Þeir sem falla undir skilgreininguna opinberir aðilar fá endurgreiddan virðisaukaskatt vegna ýmis konar aðkeyptrar vinnu eða þjónustu en mörg álitamál hafa risið við framkvæmd endurgreiðslna til opinberra aðila, þó sérstaklega í kringum 5. tölul. 12. gr. reglugerðar nr. 248/1990 sem skilgreinir þjónustu sérfræðinga.
  Tilgangur ritgerðarinnar er að gera grein fyrir endurgreiðsluflokkum, skoða hvaða aðilar teljast til opinberra aðila og hversu umfangsmiklar endurgreiðslurnar eru með því að skoða fyrirliggjandi gögn ríkisskattstjóra um þær endurgreiðslufjárhæðir sem opinberir aðilar hafa fengið á tímabilinu 2008-2014.
  Niðurstöður sýna að endurgreiðslur virðisaukaskatts vegna þjónustu sérfræðinga voru hlutfallslega umfangsmestu endurgreiðslur virðisaukaskatts til opinberra aðila á fyrrgreindu tímabili. Með tilliti til opinberra aðila eru það stofnanir sveitarfélaga sem þiggja hæstar endurgreiðslur.

Athugasemdir: 
 • Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í eitt ár.
Samþykkt: 
 • 5.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21017


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð.pdf893.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna