is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21019

Titill: 
 • Makrílveiðar: Ólík staða skipaflokka skoðuð út frá jafnræðissjónarmiðum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Árið 2012 var fyrirkomulagi makrílveiða í íslensku fiskveiðilögsögunni breytt með setningu reglugerðar um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa nr. 329/2012. Fól sú breyting í sér að veiðileyfi frystitogara voru bundin við þau skip sem fengu veiðileyfi árið 2011 sbr. 3. tölul. 2. gr. reglugerðarinnar, en sambærileg regla var ekki látin ná til krókabáta og ísfiskstogara.
  Sú spurning vaknar hvort heimilt sé að mismuna útgerðaraðilum á grundvelli þeirra viðmiða sem gert var og þá sérstaklega í ljósi þess ákvæðis í íslensku stjórnarskránni sem kveður á um jafnræði fyrir lögum sbr. 65. gr.
  Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins nr. 33/1944 (hér eftir stjskr) er æðsta réttarheimild Íslands. Almenn lög sem Alþingi samþykkir þurfa ávallt að samræmast stjórnarskrá og einnig reglugerðir sem settar eru með stoð í lögum. Í rauninni þurfa flestar aðgerðir löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins ávallt að standast stjórnarskrána. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að skoða, með eftirarandi rannsóknarspurningu, hvort þessi æðsta réttarheimild landsins, nánar tiltekið 65. gr., hafi mögulega verið brotin:
  Fól ákvæði 3. tölul. 2. gr. reglugerðar um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa nr. 329/2012 í sér ólögmæta mismunun gagnvart útgerðum ísfiskstogara og krókabáta?
  Reglugerðir nr. 327/2013 og 376/2014 um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa fyrir árin 2013 og 2014 eru sama marki brenndar og myndu því eðli málsins samkvæmt einnig teljast ólögmætar, ef svarið við framangreindri spurningu verður á þann veg, að mismunun sé talin hafa átt sér stað. Mun ritgerðin miðast við útgerðir þeirra krókabáta og ísfiskstogara er voru fyrir hendi árið 2011 og stunduðu veiðar þegar allir þrír flokkarnir voru opnir fyrir nýliðun, en ekki þau skip sem komu ný að veiðunum eftir að lokun frystitogaraflokksins hafði átt sér stað.

Samþykkt: 
 • 5.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21019


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf1.11 MBLokaður til...07.05.2025MeginmálPDF
hi_kapa_nov14_final.pdf162.02 kBLokaður til...07.05.2025KápaPDF