Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/21021
Hugtakið karlmennska hefur lítið verið rannsakað meðal múslimskra karlmanna bæði í Mið-Austurlöndum og í þverþjóðlegu samhengi. Margbreytileiki múslima er mikill, en margir nota íslam sem leiðsögn í sínu daglega lífi. Í þessari ritgerð verður reynt að kafa dýpra ofan í þá undirliggjandi þætti sem hafa áhrif á sjálfsmynd múslimskra karla og á hvaða hátt þeir smíða sínar karlmennskuímyndir. Leitast verður eftir því að skoða rótgrónar feðraveldishugmyndir í Mið-Austurlöndum, og verður litið nánar á þær byltingar sem hafa átt sér stað bæði í Íran og Egyptalandi. Jafnframt verður fjallað um neikvæðar orðræður sem birtast í vestrænum fjölmiðlum þar sem hinum múslimska karli er stillt upp sem hryðjaverkumanni og karlrembu. Að lokum verður sjálfsmynd múslimskra karla á Vesturlöndum skoðuð og á hvaða hátt múslimskir innflytjendur og ungir múslimskir drengir smíða karlmennskuímyndir sínar í þverþjóðlegu samhengi. Niðurstöður leiddu í ljós að karlmennska getur verið sviðsett á ólíkan máta eftir þjóðerni, vegna trúarbragða og eftir aldri. Karlmennskuhugmyndir meðal múslimskra karlmanna eru því margvíslegar og sveigjanlegar eftir ólíkum aðstæðum. Ef litið er nánar á það hvernig kyngervi mótast í menningarlegu samhengi verður að skoða vel tengsl karlmennsku og kvenleika, þar sem kyngervi mótast í samskiptum karla og kvenna.
The concept of masculinity has been little studied among Muslim men in both the Middle East and in the transnational context. Muslims are a diverse religious group, but for many Islam provides a meaning and guidance for their daily life. The present thesis will attempt to explore in more depth the underlying factors that affect the identity of Muslim men, and in what way they construct their masculinity. Efforts will be made to examine the deeply rooted patriarchal ideas in the Middle East, and close attention paid to the revolutions that have taken place both in Iran and Egypt. Furthermore, the negative discourse often appearing in the Western media against the Muslim man as a terrorist and chauvinist will be discussed. Finally, the identity of Muslim men in the West will be examined, as well as the manner in which Muslim immigrants and young Muslim boys construct their masculinity images in a transnational context. Results show that masculinity can be expressed in different ways by nationality, religion and age. Here, the masculinity ideas among Muslim men are complex and flexible across different situations. Also, if we look more closely at how gender is shaped in the cultural context, then we need to examine carefully the links between masculinity and femininity since gender is very much influenced by the relationship between men and women.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Elín Valsdóttir, Íslam og Karlmennska.pdf | 683,78 kB | Open | Heildartexti | View/Open |