is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21022

Titill: 
 • Skilameðferð. Eftirgjöf við skilameðferð fjármálafyrirtækja samkvæmt tilskipun 2014/59/ESB
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Fjármálakreppur hafa fylgt þróun fjármálakerfisins frá upphafi nútíma bankastarfsemi til okkar tíma og hafa skollið á með nokkuð jöfnu millibili síðustu fjórar aldirnar. Markverðustu breytingarnar í fjármálakerfinu hafa í aldanna rás þróast í beinu sambandi við fjármálakreppur. Með stofnun Stokkhólmsbanka árið 1657 var svokölluðu brotaforðakerfi (e. fractional reserve) komið á fót. Brotaforðakerfi felur í sér að stærstur hluti innlána er lánaður aftur út og bankinn heldur hjá sér broti af því fé sem hann skuldar. Stærstu ríki Evrópu fylgdu þessu fordæmi í kjölfarið. Brotaforðakerfið hefur þann galla að gera banka berskjaldaða fyrir bankaáhlaupum þegar traust á bankakerfinu fer þverrandi og lausafjárskortur gerir vart við sig. Hugmyndir um sérstakan banka með það að markmiði að veita lán til þrautavara þegar bankar glíma við lausafjárskort skutu rótum eftir miðja 19. öld í Bretlandi og Bandaríkjunum. Englandsbanki tók að sér slíkt hlutverk í kjölfar bankaáhlaups sem leiddi til falls Overend Guerney bankans þar í landi árið 1866. Ítrekuð bankaáhlaup í Bandaríkjunum í kringum áldamótin 1900 voru sömuleiðis hvatinn að stofnun Seðlabanka Bandaríkjanna árið 1913. Næsta stóra skref var stigið í Bandaríkjunum árið 1934 með tilkomu innstæðutrygginga. En eftir þrálát bankaáhlaup almennings í kjölfar kreppunar miklu árið 1929 voru bankar þar í landi rúnir trausti. Innstæðutryggingarkerfum var komið á fót með einhverjum hætti í flestum ríkjum heims eftir því sem leið á 20. öldina.
  Tilkoma þeirra öryggisventla sem lýst er hér að framan mörkuðu síður en svo endalok fjármála- og bankakreppna. Eftir seinni heimsstyrrjöld má greina yfir 100 bankakreppur í heiminum og í nær öllum tilvikum hefur hið opinbera brugðist við með því að nota fjármuni skattgreiðenda til þess að afstýra kerfishruni. Almennt er talið að atburðir haustsins 2008 og eftirmálar þeirra séu stærsta fjármálaáfallið í alþjóðlegri fjármálastarfsemi síðan 1929. Beggja vegna Atlantshafsins var brugðist við með því að ausa opinberu fé í fjármálakerfið. Endurteknar björgunaraðgerðir með opinberu fé eru ekki aðeins gríðarlega óvinsælar meðal almennings heldur gefa annarlegum hvötum í bankastarfsemi undir fótinn og grafa undan markaðsaga. Markmiðið með næsta skrefi í framþróun fjármálakerfisins er að uppræta hið ósýnilega en mjög svo raunverulega samband á milli fjármálakerfisins og opinberra fjármuna. Í hnotskurn fela hinar nýju reglur í sér að hluthafar og kröfuhafar verði þeir sem greiði reikninginn af falli fjármálafyrirtækja.
  Umfjöllunarefni ritgerðarinnar eru reglur tilskipunar 2014/59/ESB (hér eftir, tilskipunin eða tilsk.) um skilameðferð fjármálafyrirtækja. Áhersla verður lögð á eftirgjöf við skilameðferð. Í stuttu máli felst eftirgjöf í því að kröfur kröfuhafa eru færðir niður eða kröfum þeirra breytt í hlutafé. Hluthafar eru í kjölfarið ýmist þynntir út eða þurrakaðir út. Markmið ritgerðarinnar eru nokkur. Í fyrsta lagi að fjalla um aðdragandann að setningu tilskipunarinnar og hvaða röksemdir hvíla þar að baki. Í öðru lagi að fjalla efnislega um skilameðferð og eftirgjöf og í þriðja lagi að gera grein fyrir helstu álitaefnum sem fyrirsjáanlegt er að komi upp í tengslum við skilameðferð.
  Í öðrum kafla verður fjallað almennt um eðli og þýðingu banka í samfélaginu og réttlætingarástæður að baki eftirlitshlutverki hins opinbera með fjármálastarfsemi. Í þriðja kafla verður sérstaklega fjallað vandamálin sem fylgja ógjaldfærum fjármálastofnunum. Þar verður einnig vikið að réttlætingarástæðum fyrir sérstökum reglum um slitameðferð fjármálastofnana. Þá verður einnig fjallað um freistnivanda. Í fjórða kafla verður svo vikið að helstu breytingum á lagalegu umhverfi fjármálastofnana frá árinu 2008. Í fimmta kafla verður fjallað almennt um tilskipunina og gildissvið hennar. Þá verður vikið að samspili tilskipunarinnar við tilskipun 2001/24/EB og undirbúningsaðgerðum í tengslum við skilameðferð. Almenn umfjöllun um skilameðferð er viðfangsefni sjötta kafla. Þar verður rætt um markmið og meginreglur tilskipunarinnar og skilyrði þess að fjármálafyrirtæki verði tekin til skilameðferðar. Auk þess verður fjallað með almennum hætti um þau úrræði sem standa yfirvöldum til boða við skilameðferð. Í sjöunda kafla verður fjallað um eftirgjöf við skilameðferð fjármálafyrirtækja. Sú umfjöllun er þungamiðja ritgerðarinnar en eftirgjöf gefur yfirvöldum kost á því að afskrifa eða umbreyta skuldbindingum á hendur fjármálafyrirtæki í hlutafé. Í því sambandi verður fjallað um skyldur fjármálastofnana til þess að halda svokallað MREL-hlutfall. Þá verður meðal annars gerð grein fyrir þeim tegundum skuldbindinga sem eru undanþegnar eftirgjöf og sömuleiðis matskenndum heimildum yfirvalda til þess að undanþiggja tilteknar skuldbindingar að skilyrðum uppfylltum. Í áttunda kafla verður fjallað um eignarréttarleg álitaefni í tengslum við skilameðferð og ákvæði tilskipunarinnar sem hafa það að markmiði að vernda hluthafa og kröfuhafa í því sambandi. Í níunda kafla verða svo tekin til

Samþykkt: 
 • 5.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21022


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skilameðferð-.pdf1.19 MBLokaður til...31.12.2022HeildartextiPDF
Skilamedferð.forsida.pdf164.05 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
EFNISYFIRLIT.pdf67.03 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna