is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21024

Titill: 
  • Að þýða fyrir stofnanir Evrópusambandsins. Þýðing á Translating for the European Union Institutions (Second Edition) ásamt greinargerð
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Kennsluefni sem fjallar sérstaklega um þýðingar fyrir stofnanir Evrópusambandsins er af skornum skammti og hefur hingað til verið ófáanlegt á íslensku. Af þeim sökum ákvað ég að ráðast í þýðingu á bókinni Translating for the European Union Institutions sem notuð hefur verið í námskeiði um Evrópuþýðingar við Háskóla Íslands. Höfundar bókarinnar eru Emma Wagner, Svend Bech og Jesús M. Martínes og hún kom fyrst út árið 2002. Uppfærð og endurskoðuð útgáfa kom út árið 2012 enda urðu miklar breytingar á Evrópusambandinu á þessum tíu árum og uppfærsla því nauðsynleg. Þýðing bókarinnar í heild sinni reyndist heldur viðamikil fyrir lokaverkefni þetta og því var hluti hennar undanskilinn. Um er að ræða inngang, áttunda kafla og tvo viðauka. Leitast er við að koma efninu til skila á skýran og auðskiljanlegan hátt og huga að samræmi í íðorðanotkun með tilliti til þeirra opinberu þýðinga sem til eru fyrir. Fyrri hluti ritgerðarinnar er greinargerð þar sem komið er inn á þau hjálpargögn sem notuð voru við þýðinguna, fjallað um þann fræðilegan grunn sem horft var til, greiningu frumtexta og markmið þýðingar. Einnig er farið yfir þau vandamál sem komu upp í þýðingarferlinu og á hvaða grundvelli ýmsar ákvarðanir voru teknar. Seinni hlutinn er hin eiginlega þýðing á 7 köflum ásamt heimildaskrá.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21024


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brynhildur Björnsdóttir-loka.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna