en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/21030

Title: 
  • Title is in Icelandic Landvistarleyfi í bókmenntaheiminum. Birtingarmyndir innflytjenda í íslenskum samtímaskáldsögum
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Innflytjendur eru um 10% íslenskra þegna og setja svip sinn á menningu þjóðarinnar. Þátttaka innflytjenda í íslensku bókmenntalífi hefur hins vegar verið afar takmörkuð, samanber hve fáir innflytjendur eða einstaklingar sem hafa íslensku að öðru máli hafa gefið út skáldverk á Íslandi. Kenningar eftirlendufræða varpa ljósi á það valdaójafnvægi sem felst í lítilli umfjöllun innflytjenda um sig sjálfa innan íslenskrar bókmenntastofnunar. Í þessari ritgerð er þetta valdaójafnvægi skoðað með því að greina birtingarmyndir innflytjenda í íslenskum samtímabókmenntum en tímarammi rannsóknarinnar miðast við árið 2000 vegna örar fjölgunar innflytjenda á Íslandi á 21. öld.

    Fjallað er ítarlega um þrjú verk, Vetrarborgina eftir Arnald Indriðason, Illsku eftir Eirík Örn Norðdahl og Maðurinn sem hataði börn eftir Þórarinn Leifsson, og þau sett í samhengi við kenningar fræðimanna um sífellda endursköpun goðsagnarinnar um íslenska þjóð í baráttu við erlend öfl. Enn fremur er skoðað hvernig höfundar vinna með málfar innflytjenda í verkunum. Færð eru rök fyrir því að framsetning innflytjenda í íslenskum samtímabókmenntum endurspegli undirskipun hópsins í samfélaginu en viðhaldi einnig þjóðernislegri sjálfsmynd innfæddra. Þá er gerð tilraun til þess að setja niðurstöðurnar í samhengi við takmarkaða útgáfu skáldverka á íslensku eftir innflytjendur.

Accepted: 
  • May 5, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21030


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Skjal 1.pdf100.85 kBOpenTitilsíðaPDFView/Open
Skjal 2.pdf699.05 kBOpenMeginmálPDFView/Open