is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21034

Titill: 
  • Millilandasamruni. Áhrif fjórfrelsisákvæða EES-samningsins á skattlagningu óinnleysts hagnaðar við millilandasamruna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Með dómi EFTA-dómstólsins í máli EFTAD, mál E-14/13, dags. 3. des. 2013, óbirtur, var því slegið föstu að 51. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt (hér eftir skammstafað tsl.), um brottfararskatt á óinnleystan hagnað við millilandasamruna væri í andstöðu við stofnsetningarréttinn í 31. gr. og frjálst flæði fjármagns skv. 40. gr. EES-samningsins. Í kjölfarið setti Alþingi ný lög, sem síðar verður vikið að, en til þess að afmarka rannsóknina verður nú gerð grein fyrir rannsóknarspurningunum, sem eru í meginatriðum tvær. Hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt í íslenskum lögum, um brottfararskatt á óinnleystan hagnað félaga við millilandasamruna, til þess að standast ákvæði 31. gr. og 40. gr. EES-samningsins? Ritgerðin mun í framhaldinu leggja áherslu á hvaða skilyrði þarf að uppfylla við frestun á skattlagningu óinnleysts hagnaðar, skilyrði tryggingar og í síðasta lagi krafan um vexti á trygginguna. Önnur rannsóknarspurningin er: Hvað sérreglur um frestun, tryggingar og vexti, er mögulegt að setja án þess að brjóta gegn EES-rétti?

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21034


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RITGERÐIN4maíFInal.pdf889.81 kBLokaður til...01.01.2135PDF
snidmat_forsida_meistararitgerdir.pdf192.21 kBLokaður til...01.01.2135ForsíðaPDF