is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21035

Titill: 
  • Ástríða og akademía: Kynjafræðileg þekking, miðlun og framkvæmd
  • Titill er á ensku Passion and academia: Gender studies knowledge, dissemination and implementation
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Femínismi er í senn fræðigrein og barátta. Femínísk þekkingarfræði sprettur úr þeim áherslum og grundvallast á samspili rannsókna og reynslu. Hér eru áhrif femínískrar þekkingarsköpunar skoðuð. Rannsóknin er eigindleg og byggir á viðtölum við tíu núverandi og fyrrverandi meistaranemendur í kynjafræði við Háskóla Íslands. Við greiningu gagna var Vancouver-skólanum innan fyrirbærafræða og grundaðri kenningu beitt. Rannsóknin grundvallast á sterkri hlutlægni þar sem áhersla er lögð á staðsetningu rannsakenda. Niðurstöður renna stoðum undir það að kynjafræði er ekki aðeins fræðigrein baráttunnar heldur sömuleiðis fræðigrein persónulegrar vitundarvakningar sem hefur gríðarleg áhrif á þau sem hana nema. Þá benda niðurstöður til þess að áhrif námsins leiði ekki endilega til þess að nemendur beiti sér í femínískri baráttu í gegnum félagasamtök eins og áberandi var í annarri bylgju femínismans, heldur kjósa mismunandi leiðir fyrir farveg hugsjóna sinna. Áherslur viðmælenda á baráttu mismunandi femínista sem mynda fjöldasamstöðu er í anda greiningu Snyder (2008) á þriðju bylgju femínismans. Þó má greina meiri jákvæðni í garð róttækni en skilgreining Snyder felur í sér. Margslungin tengsl femínískrar sjálfsvitundar og baráttuhegðunar sýna að kenning um styðjandi kvenleika (Connell, 1995) og mengandi kvenleika (Schippers, 2007) nær ekki með heildstæðum hætti yfir femíníska baráttuhegðun. Því er nýr hugtakarammi lagður fram sem felur í sér dýpri greiningu á áhrifum femínískrar þekkingarsköpunar og gildi hennar fyrir þróun jafnréttisbaráttunnar

  • Útdráttur er á ensku

    Feminism is both a discipline and a movement. Feminist epistemology comes from these definitions and are based on the synergy of research and individual perspectives. Here, the impact of feminist knowledge ascuisition is explored. The research is qualitative and is based on interviews with ten current and former Masters students in Gender studies at the University of Iceland. The Vancouver-school of phenomenology and grounded theory were used to analyse the data. The research is based on objectivity where the focus is on the social location of the researcher. The conclusions support the argument that Gender studies is not only the discipline of the feminist movement but also the discipline of the personal awareness that greatly impact those who study it. Furthermore, the conclusions suggest that the impact of the study does not necessarily lead to feminist promotion through organisations by the students, which was common in second wave feminism. The students rather choose various paths for their ideas. The perceptions of the interviewees of the battles of the various feminists that form conensus is in accordance with Snyder’s (2008) analysis of third wave feminism. However, the interviewees imply more positivity towards radicalism than Snyder’s definition offers. The complex bond between feminist selfconciousness and battle behaviour demonstrate that the theory of emphasised femininity (Connell, 1995) and pariah femininity (Schippers, 2007) does not fully cover feminist battle behaviour. Therefore, a new frame of concepts is introduced, which includes a more detailed analysis of the effect of feminist creation of knowledge ascuisition and the value it has for the development of the movement for equality.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21035


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_KAK_2015.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna