is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21036

Titill: 
  • „Blessað stríðið!“ Um endurskoðun í íslenskum sögukennslubókum og þjóðernisfrásögn Íslendinga á tímum síðari heimsstyrjaldar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Víðsvegar um Evrópu hefur farið fram endurskoðun á þjóðernisfrásögnum þjóða eftir síðari heimsstyrjöld. Það sem áður voru glæstar sögur af hetjuskap og andspyrnu, breyttust ósjaldan í naflaskoðun á samvinnu hinna hernumdu þjóða við Þýskaland nasismans. Þjóðernisfrásagnirnar eru búnar til úr sameiginlegum minningum þjóðanna og því er það yfirleitt hægara sagt en gert að kalla fram breytingar. Íslenskir fræðimenn á borð við Guðmund Hálfdanarson og Ragnheiði Kristjánsdóttur hafa bent á að slík endurskoðun hafi ekki átt sér stað hér á landi og fyrir því séu ýmsar ástæður. Ragnheiður telur það stafa af skorti á flóknum álitamálum sem önnur lönd hafa þurft að glíma við, á meðan Guðmundur bendir
    á þrjár ástæður. Í fyrsta lagi séu einfaldlega fáir fræðimenn að störfum hér á landi. Í öðru lagi var Ísland strax hernumið af Bandamönnum, sem þýðir að við þurfum ekki að takast á við uppgjör af hernámi Þýskalands nasismans sem tapaði stríðinu. Í þriðja lagi passar stríðið einfaldlega ekki inn í þjóðernisfrásögn Íslands, sem leggur áherslu á að hagsæld landsmanna komi innan frá en ekki vegna utanaðkomandi áhrifa. Í ritgerðinni voru íslenskar kennslubækur rannsakaðar í ljósi þess hvernig umfjöllun þeirra um síðari heimsstyrjöldina og sérstaklega stríðsárin á Íslandi er háttað. Samhliða því var notast töluvert við spurningakönnun sem Hilmar Þór Sigurjónsson lagði fyrir íslenska sögukennara um sama efni. Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að hér á landi hefur ekki farið
    fram næg endurskoðun á stríðsárunum. Tilgátur þeirra Guðmundar og Ragnheiðar eru vissulega góðar og gildar þar sem staða Íslands í stríðinu var töluvert frábrugðin öðrum þjóðum. Líkt og sýnt var fram á eru þó rík tilefni til endurskoðunar á stríðsárunum hér á landi og að íslenskar kennslubækur mættu fjalla um tímabilið á töluvert gagnrýnni hátt en raunin er í dag.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21036


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Árni Stefán Guðjónsson - Meistararitgerð í sögukennslu.pdf941.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Kápa Árni Stefán Guðjónsson - Meistaritgerð í sögukennslu.pdf163.27 kBOpinnKápaPDFSkoða/Opna