Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21043
Rannsóknarverkefni þetta fjallar um upplifun íslenskra kvenna að aðlagast í dönsku samfélagi en sú aðlögun snertir bæði félagslega og menningarlega þætti. Með því er átt við samspil margra þátta sem hafa áhrif hver á annan og byggir aðallega á því, að það bæði velti mikið á manni sjálfum hvernig tekst til en ekki síður hvernig samfélagið í heild sinni tekur á móti viðkomandi einstaklingi og veiti honum “aðgang” inn í samfélagið.
Öflun gagna fólst í einstaklingsviðtölum sem tekin voru í maí 2014 en konurnar fluttust allar búferlum á fullorðinsaldri og settust að í Kaupmannahöfn og nágrenni en þar voru flest viðtölin tekin. Viðtölin voru lesin og túlkuð samkvæmt fyrirbærafræðilegri aðferð sem felst í því að skilja ákveðið félagslegt fyrirbæri út frá sjónarhorni einstaklingsins og hvernig sá sami hefur upplifað það á eigin skinni.
Samkvæmt upplifun kvennanna skiptast á bæði “skin og skúrir” í aðlögunarferlinu en hér koma fram þættir sem hjálpa til og flýta fyrir aðlögun þeirra og hafa þar af leiðandi jákvæð áhrif á vellíðan þeirra í danska samfélaginu eins og til dæmis jákvæðar móttökur og vinalegt viðmót samfélagsins í þeirra garð, fyrirfram skilningur þeirra á dönsku lesmáli, gott opinbert kerfi og þessi dönsku notalegheit sem konunum verður svo oft tíðrætt um en einnig upplifa konurnar þætti sem geta verið þeim ákveðinn fjötur um fót. Í því sambandi er meðal annars hægt að nefna danska talmálið, of mikil einbeiting sem snýr að samvistum og umgengni þeirra við samlanda sína og eigin menningu ásamt sumum óskrifuðum “reglum” sem almennt virðast viðgangast í danska samfélaginu. Titillinn vísar að hluta til í niðurstöður rannsóknar sem segir, að í heildina litið finnst viðmælendum gott og þægilegt að vera íslenskur útlendingur í Kaupmannahöfn.
Dette undersøgelsesprojekt handler om islandske kvinders oplevelse af at tilpasse sig sociokulturelt i det danske samfund. Sociokulturel tilpasning er et samspil mellem flere faktorer og bygger fortrinsvist på, at for at kunne skabe en positiv og fremgangsrig tilpasning så afhænger det både af tilflytterens egen indsats men det afgøres ikke mindst af, hvordan værtssamfundet tager imod vedkommende og i hvor høj grad samfundet giver tilflytteren ”adgang” og muligheden for, at deltage i lokalkulturen.
Det empiriske materiale består af ni semistrukturerede dybdeinterview med en fortolkende fænomenologisk tilgang hvilket fandt sted i København i majmåned 2014. De havde til formål, at indhente nuancerede beskrivelser af kvindernes oplevelse af at tilpasse sig i det danske samfund i hverdagsagtige situationer med henblik på, at fortolke betydningen af det kvinderne sætter direkte ord på.
Ifølge kvindernes opstår der drivkræfter som fremmer deres tilpasning og har en positiv indflydelse på deres velvære i det danske samfund. Her kan bla.a. nævnes det velviljede attitude de oplever fra det danske samfunds side, forståelsen af det danske læsesprog, et velfungerende offentligt system og den danske “hygge” som de ofte nævner, mens andre faktorer opleves som en klods om deres ben. Her kan bl.a. nævnes det danske talesprog, for megen fokus på etnisk kommunikation samt nogle visse uskrevne “regler”. Dene afhandlings titel refererer delvist til resultaterne idet den antyder, at i sidste ende gælder, at kvinderne oplever det generelt positivt såvel som fordelagtigt at være islandsk udlænding i København.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA-ritgerð Þorbjörg Erla .pdf | 1,43 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |