is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21045

Titill: 
  • Gyðjur gróðurs og gnægðar: Goðfræðileg og orðsifjafræðileg athugun á þróun norrænna frjósemisgyðja og náttúruvætta
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er rannsókn á uppruna og þróun norrænna gyðja sem tengjast frjósemi og dýrkun jarðar og verður þar stuðst við orðsifjafræðilegar athuganir. Það eru til margvísleg ummerki um forna gyðjudýrkun í Evrópu og víðar, en efnið er hér sérstaklega kannað út frá sjónarhóli tveggja kenninga um uppruna slíkrar dýrkunar. Sú fyrri er einskorðuð við Evrópu og er eignuð Mariju Gimbutas, en hún taldi að ýmsar evrópskar frjósemisgyðjur væru leifar af fornri mæðra- og gyðjudýrkun sem var eitt sinn allsráðandi fyrir komu indóevrópsku þjóðflokkanna. Seinni tilgátan telur hins vegar að frjósemisgyðjur á indóevrópskra menningarsvæðinu, sem á líka við norrænar gyðjur, eigi sér uppruna í einni frumgyðju, svonefndri „æðstu gyðju“ (e. The Great Goddess), en rætur hennar lægu sennilega nálægt Mið-Austurlöndum.
    Hér er því sjónum beint að norrænum gyðjum og vættum sem hafa sterkustu tengslin við frjósemisdýrkun, gnægð og dýrkun jarðar, en þá er líka gerð tilraun til að flokka þessi goðmögn eftir eðli og hlutverki með hjálp orðsifjafræði. Út umræðuna eru kenningarnar tvær hafðar til hliðsjónar, auk þess að indóevrópskar hliðstæður eru skoðaðar þegar það á við. Atriði eins og goðafræði, gyðjudýrkun og indóevrópska málaættin eru síðan skilgreind áður en aðalviðfangsefnið er rannsakað. Fyrst eru tvær æðstu gyðjurnar innan trúarbragðanna kannaðar, Freyja og Frigg, ásamt ýmsum minni háttar gyðjum sem tengdust þeim sérstaklega. Síðan eru margvíslegar náttúruvættir athugaðar, en þar er að finna ýmis kvengoð á borð við jötungyðjur og skapanornir. Að lokum eru kvenkyns persónugervingar náttúruaflanna ræddir áður en lokaorð taka saman helstu niðurstöður.
    Þessi samantekt sýnir að frjósemisgyðjur norrænnar goðafræði eiga sér bæði fornan og margvíslegan uppruna. Margar gyðjur trúarbragðanna sem tengdust dýrkun jarðar voru af vanaætt, eða áttu óbeinar rætur þangað, en nöfn þeirra og hlutverk höfðu sterk tengsl við jörðina. Einkum vanagoð, dísir og valkyrjur virðast eiga uppruna í eldri þjóðtrú sem tilbað náttúruna og gæti því verið leifar af evrópsku mæðradýrkuninni samkvæmt hugmyndum Gimbutas. Aðrar gyðjur höfðu aftur á móti skýrar indóevrópskar hliðstæður og áttu því uppruna í trúarbrögðum Indóevrópumanna. Ýmsar ásynjur tilheyrðu þeim flokki, auk flestra minni háttar gyðja sem persónugerðu náttúruna. Það virðist því sem að norrænar frjósemisgyðjur eigi sér ekki einn, sameiginlegan uppruna, heldur komi þær úr ýmsum áttum en þeim hafi svo líklega slegið saman og þær blandast í aldanna rás.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21045


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-AsaBryndis-loka.pdf1.78 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna