is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Doktorsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14130

Titill: 
  • Titill er á ensku Fissure swarms of the Northern Volcanic Rift Zone, Iceland
  • Sprungusveimar Norðurgosbeltisins á Íslandi
Námsstig: 
  • Doktors
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    The Northern Volcanic Rift Zone, Iceland, is a ~200 km long segment of the Mid-Atlantic plate boundary, where the North American and the Eurasian plates are diverging. The rift zone consists of about 5-6 volcanic systems with central volcanoes and fissure swarms, in addition to the Tungnafellsjökull Volcanic System at the border of the rift zone. The volcanic systems are the locus of eruptive activity in the Northern Volcanic Rift Zone. The central volcanoes consist of elevated massifs, high temperature geothermal areas, calderas and silicic formations. Fissure swarms with eruptive fissures and high density of fractures extend in opposite directions from the central volcanoes. In the Northern Volcanic Rift Zone, the fissure swarms are between 0.5 and 15 km wide and between 30 and ~125 km long. In this study, fractures and eruptive fissures within the fissure swarms of the Northern Volcanic Rift Zone were mapped in detail from aerial photographs. The results of the study indicate that eruptions are less common at the distal parts of the fissure swarms than closer to the central volcanoes. The proximal parts of the fissure swarms also generally show higher fracture density, even when the effect of the age of the lava flows has been taken into account. Older lava flows in the Krafla and Askja Fissure Swarms have usually higher fracture densities, suggesting repeated dike intrusions into the same parts of the fissure swarms during Postglacial times. Fractures in the fissure swarms of the Northern Volcanic Rift Zone are characteristically oriented towards north or NNE, i.e. more or less perpendicular to the spreading direction. However, deviations from this pattern occur in certain areas. These areas include the caldera volcanoes in the Northern Volcanic Rift Zone, Krafla and Askja, where some fractures and eruptive fissures are concentric to, or radiate from the calderas. Second example involves east-west oriented fractures and eruptive fissures near the Vatnajökull glacier, and third example eroded WNW-oriented fractures that can be found intermittently, cutting across the Northern Volcanic Rift Zone, from the north end of the Kverkfjöll Fissure Swarm to the south end of the Krafla Fissure Swarm. Other examples involve the previously known WNW oriented transform zones north of Iceland that connect with the Northern Volcanic Rift Zone. The transform zones influence the fissure swarms, although surface fractures that belong to them are not visible, except in the Þeistareykir Fissure Swarm. The number of fractures peaks and a graben widens to the north at the intersection of the Húsavík Transform Zone and the Krafla Fissure Swarm, indicating a buried continuation of the transform zone beneath the fissure swarm. Several fractures at the intersection of the Grímsey Oblique Rift and the Fremrinámar Fissure Swarm are WNW-oriented, as opposed to the general N to NNE oriented fissure swarms, suggesting an onshore continuation of the transform zone.

  • Norðurgosbeltið er hluti af flekaskilum Atlantshafshryggjarins, þar sem Evrasíuflekann og Norður-Ameríkuflekann rekur í sundur. Gosbeltið samanstendur af 5-6 eldstöðvakerfum, sem hvert inniheldur megineldstöð og sprungusveima. Auk þeirra liggur eldstöðvakerfi Tungnafellsjökuls í jaðri gosbeltisins. Eldvirkni í Norðurgosbeltinu á sér stað innan eldstöðvakerfanna. Þar sem megineldstöðvar finnast liggur landslag yfirleitt hátt, ásamt því að þar finnast háhitasvæði, öskjur og/eða súrar myndanir. Innan sprungusveima má finna gossprungur, og þéttleiki sprungna er þar mikill. Sprungusveimarnir liggja í gagnstæða átt út frá megineldstöðvunum. Innan Norðurgosbeltisins eru sprungusveimarnir á milli 0,5 og 15 km breiðir, og milli 30 og ~125 km langir. Í þessari rannsókn voru sprungur og gossprungur innan Norðurgosbeltisins kortlagðar með mikilli nákvæmni eftir loftmyndum. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að eldgos innan sprungusveima Norðurgosbeltisins séu algengari nær megineldstöðvunum heldur en fjær. Þéttleiki sprungna innan sprungusveima er yfirleitt mestur næst megineldstöðvunum, jafnvel þegar tekið hefur verið tillit til aldurs yfirborðshraunlaganna sem sprungurnar liggja í. Þéttleiki sprungna í eldri hraunum innan sprungusveima Kröflu og Öskju er yfirleitt meiri en í yngri hraunum, sem gefur til kynna að gangainnskot sem átt hafa sér stað eftir að ísaldarjökla leysti hafi ítrekað farið í sömu hluta sprungusveimanna. Sprungur innan sprungusveima Norðurgosbeltisins stefna jafnan til norðurs eða til norð-norðausturs, meira og minna hornrétt á flekarekið. Þó má finna undantekningar á vissum svæðum. Sumar sprungur og gossprungur nærri öskjum Norðurgosbeltisins (í Öskju og Kröflu) hringa sig um öskjurnar eða eru geislalægar út frá þeim í stað þess að fylgja hefðbundinni sprungustefnu Norðurgosbeltisins. Þá má finna sprungur og gossprungur nærri Vatnajökli sem stefna í austur-vestur, og einnig má sjá ummerki um rofnar sprungur með vest-norðvestur stefnu á belti sem teygir sig frá nyrsta hluta sprungusveims Kverkfjalla til syðsta hluta Kröflusprungusveimsins. Auk þessara dæma má finna sprungur innan Norðurgosbeltisins með vest-norðvestlæga stefnu þar sem Norðurgosbeltið og þverbrotabeltin fyrir norðan land mætast, en slík þverbrotabelti geta einnig haft önnur áhrif á sprungusveimana. Til að mynda er hámarksþéttleiki sprungna í sprungusveim Kröflu á móts við Húsavíkurmisgengið, og þar víkkar einnig sigdalurinn til norðurs í sprungusveimnum. Þetta bendir til að Húsavíkurmisgengið nái að sprungusveim Kröflu, þótt yfirborðssprungur misgengisins sjáist ekki. Sömuleiðis má finna ummerki um Grímseyjarbrotabeltið á landi, þar sem sprungur með VNV stefnu finnast í framhaldi þess, innan þess hluta sprungusveims Fremrináma sem liggur í Öxarfirði. Stefna þessi stangast á við hina hefðbundnu norður til norð-norðaustur sprungustefnu í sprungusveimunum.

Styrktaraðili: 
  • Styrktaraðili er á ensku Icelandic Research Fund
    Eimskip University Fund
Samþykkt: 
  • 11.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14130


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásta Rut PhD thesis.pdf34.89 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna