is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21062

Titill: 
 • Kynngi orðsins. Rannsókn á miðlun menningararfsins í framhaldsskólum
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er lagt upp með að rannsaka hvernig menningararfi þjóðarinnar, Íslendingasögum og eddukvæðum, er miðlað í framhaldsskólum landsins. Hvort mikilvægt sé að kenna efnið við framhaldsskóla og hvaða kennsluaðferðir eru viðhafðar. Kennarastarfið er skoðað frá ýmsum hliðum og velt upp hvað eru góðir kennsluhættir og hvernig má vekja áhuga nemenda á námsefninu. Rætt var við kennara sem kenna miðaldabókmenntir í framhaldsskólum, nemendur sem stunda nám í framhaldsskóla og íslenskunema við Háskóla Íslands.
  Niðurstöður sýna að allflestir viðmælendur mínir telja mikilvægt að námsefnið sé kennt við framhaldsskóla. Vandinn sé sá að fá nemendur til að lesa sögurnar og kvæðin. Hlutverk kennara er því að vekja áhuga nemenda á efninu með öllum tiltækum ráðum. Nokkuð er um að kennarar treysti ekki nemendum sínum til að skilja og túlka bókmenntirnar sem hefur í för með sér að þeir leiða nemendur í gegnum efnið og jafnvel endursegja sögurnar að einhverju leyti. Þetta gerir það að verkum að kennarar eru oft í aðalhlutverki í skólastofunni en virkni nemenda er lítil. Fremur þarf að laða fram þeirra skoðanir með umræðu og vangaveltum en hluti þátttakenda nota þær aðferðir. Nám hlýtur fyrst og fremst að fara fram þegar nemendur eru virkir.
  Nánast allir viðmælendur mínir töldu mikilvægt að varðveita og leggja rækt við íslenska tungu, jafnt kennarar sem nemendur. Margir hafa áhyggjur af því að málkennd þjóðarinnar fari þverrandi. Mikilvægt er því að leggja áherslu á tungumálið sjálft í íslenskukennslu og brýnt að þjálfa tjáningu nemenda, bæði í töluðu og rituðu máli. Íslensku, sem námsgrein, virðist vera gert mishátt undir höfði innan skólanna sem voru sóttir heim. Í sumum þeirra hefur ekki verið gefinn tími sem skyldi til að vinna nýju námskrána sem tekur gildi haustið 2015.
  Allir kennararnir eru sammála um að ástæðan fyrir því að þeir kenna í framhaldskóla er að þeir njóta samvista við unga fólkið sem þeir kenna. Að þeirra mati er samstarfið við nemendur er nærandi.

Samþykkt: 
 • 5.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21062


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerðsamsett.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna